Söngvakeppni og stríðsglæpir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:30 Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Þá er ég ekki að segja að Ríkisútvarp Íslands eða tónlistarfólkið sem keppir í ár hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka þátt. Það var möguleiki, þó auðvitað hefði það ekki verið auðvelt. En, á endanum snýst þetta um ríkisstjórn Íslands og stefnu hennar í utanríkismálum. Keppnin er pólitískur gjörningur. Hvað sá samband evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir sér síðastliðið haust þegar það ákvað að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt? Hélt fólk að þetta myndi allt saman bara hætta ef það lokaði augunum og horfði í aðra átt? Ég veit það ekki af því að ég skil það ekki. Líklega sá enginn beinlínis fyrir sér að á meðan keppnin færi fram færi milljón manns undir hnífinn en það er samt væntanlega það sem er að fara að gerast í Rafah núna í vikunni. Hér eru nokkur atriði frá síðastliðnu hálfa ári sem íslenska ríkið leggur opinbera blessun sína yfir í kvöld: Aðför að fólki og lífi þeirra sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að sé líklega þjóðarmorð. (Ég á í erfiðleikum með að ná utan um frasann „plausible genocide“ á íslensku.) Grimmileg aðför að líflínu Palestínufólks, UNRWA. (Og hér er Ísland ekki bara stuðningsmaður heldur gerandi.) Dráp á 35.000 manns (varlega talið) Að það sé ásættanlegt og eðlilegt að 70% fallinna séu konur og börn. Að hernaður þar sem tala munaðarlausra barna var í febrúar orðin 19.000 sé eðlilegur. Að 75 börn deyji á hverjum degi og 10 börn missi einn eða fleiri útlim. Að manngerðri hungursneyð sé beitt gagnvart 2 milljónum manna. Að fólk sem bíður eftir mat og hjálpargögnum sé myrt. Að starfsmenn hjálparsamtaka séu myrtir. Að eyðilegging húsa sé á við það sem gerðist síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Að spítalar séu herteknir og eyðilagðir. Að herinn skilji eftir sig fjöldagrafir með hundruðum illa leikinna líkama á spítölum. Að læknum og hjúkrunarfræðingum sé rænt og þeir myrtir. Að aflimanir fari fram án deyfingar. Að háskólar séu sprengdir í loft upp. Að kennarar og nemendur séu drepnir. Að mörg hundruð ára, stundum þúsund ára, gömlum menningarminjum sé rústað. Að skjalasafn sé sprengt í loft upp. Að bókasöfn séu sprengd í loft upp. Að börn séu skotin í höfuðið. Að fjölmiðlafólk sé skotmark. Að fjölskyldur Hamasliða séu skotmörk. Að fólk sé handtekið án dóms og laga og pyntað í fangelsum, upp að því marki að aflimanir vegna illrar meðferðar séu „routine event“. Að fólk sem heldur á hvítum fánum og leiðir börn sér við hönd sé skotið á færi. Að 6 ára stúlka í bíl fullum af sundurskotnum líkum sé notuð sem tálbeita til að sprengja sjúkrabíl í loft upp, áður en hún er sjálf myrt. Að hvítur fosfór sé notaður í hernaði. (Ef þið vitið ekki hvaða áhrif hvítur fosfór hefur á mannshúð þá tekur enga stund að myndagúgla.) Að fólk sé sprengt í tætlur í tjöldum þegar það á ekki lengur í nein hús að venda. Að hálfnaktir menn á flótta frá kvölurum sínum með hvíta fána séu skotnir á færi. (Þið munið eftir ísraelsku gíslunum? Svo voru allir gíslarnir sem fundust kafnaðir í jarðgöngum og voru líklega líka fórnarlömb ísraelska hersins.) Að ísraelsk stjórnvöld hunsi háværa fjöldahreyfingu innanlands sem vill fá gíslana heim. Að grafið sé undan Sameinuðu þjóðunum og mikilvægum alþjóðalögum og -stofnunum. Nú nenni ég ekki að telja meira upp en þetta er þeir helstu stríðsglæpir sem Ísland tekur virkan þátt í að leyfa að viðgangast. Íslensk stjórnvöld styðja þetta og sá stuðningur er sýndur í verki í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eina sem við getum gert núna er að horfa ekki. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Þá er ég ekki að segja að Ríkisútvarp Íslands eða tónlistarfólkið sem keppir í ár hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka þátt. Það var möguleiki, þó auðvitað hefði það ekki verið auðvelt. En, á endanum snýst þetta um ríkisstjórn Íslands og stefnu hennar í utanríkismálum. Keppnin er pólitískur gjörningur. Hvað sá samband evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir sér síðastliðið haust þegar það ákvað að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt? Hélt fólk að þetta myndi allt saman bara hætta ef það lokaði augunum og horfði í aðra átt? Ég veit það ekki af því að ég skil það ekki. Líklega sá enginn beinlínis fyrir sér að á meðan keppnin færi fram færi milljón manns undir hnífinn en það er samt væntanlega það sem er að fara að gerast í Rafah núna í vikunni. Hér eru nokkur atriði frá síðastliðnu hálfa ári sem íslenska ríkið leggur opinbera blessun sína yfir í kvöld: Aðför að fólki og lífi þeirra sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að sé líklega þjóðarmorð. (Ég á í erfiðleikum með að ná utan um frasann „plausible genocide“ á íslensku.) Grimmileg aðför að líflínu Palestínufólks, UNRWA. (Og hér er Ísland ekki bara stuðningsmaður heldur gerandi.) Dráp á 35.000 manns (varlega talið) Að það sé ásættanlegt og eðlilegt að 70% fallinna séu konur og börn. Að hernaður þar sem tala munaðarlausra barna var í febrúar orðin 19.000 sé eðlilegur. Að 75 börn deyji á hverjum degi og 10 börn missi einn eða fleiri útlim. Að manngerðri hungursneyð sé beitt gagnvart 2 milljónum manna. Að fólk sem bíður eftir mat og hjálpargögnum sé myrt. Að starfsmenn hjálparsamtaka séu myrtir. Að eyðilegging húsa sé á við það sem gerðist síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Að spítalar séu herteknir og eyðilagðir. Að herinn skilji eftir sig fjöldagrafir með hundruðum illa leikinna líkama á spítölum. Að læknum og hjúkrunarfræðingum sé rænt og þeir myrtir. Að aflimanir fari fram án deyfingar. Að háskólar séu sprengdir í loft upp. Að kennarar og nemendur séu drepnir. Að mörg hundruð ára, stundum þúsund ára, gömlum menningarminjum sé rústað. Að skjalasafn sé sprengt í loft upp. Að bókasöfn séu sprengd í loft upp. Að börn séu skotin í höfuðið. Að fjölmiðlafólk sé skotmark. Að fjölskyldur Hamasliða séu skotmörk. Að fólk sé handtekið án dóms og laga og pyntað í fangelsum, upp að því marki að aflimanir vegna illrar meðferðar séu „routine event“. Að fólk sem heldur á hvítum fánum og leiðir börn sér við hönd sé skotið á færi. Að 6 ára stúlka í bíl fullum af sundurskotnum líkum sé notuð sem tálbeita til að sprengja sjúkrabíl í loft upp, áður en hún er sjálf myrt. Að hvítur fosfór sé notaður í hernaði. (Ef þið vitið ekki hvaða áhrif hvítur fosfór hefur á mannshúð þá tekur enga stund að myndagúgla.) Að fólk sé sprengt í tætlur í tjöldum þegar það á ekki lengur í nein hús að venda. Að hálfnaktir menn á flótta frá kvölurum sínum með hvíta fána séu skotnir á færi. (Þið munið eftir ísraelsku gíslunum? Svo voru allir gíslarnir sem fundust kafnaðir í jarðgöngum og voru líklega líka fórnarlömb ísraelska hersins.) Að ísraelsk stjórnvöld hunsi háværa fjöldahreyfingu innanlands sem vill fá gíslana heim. Að grafið sé undan Sameinuðu þjóðunum og mikilvægum alþjóðalögum og -stofnunum. Nú nenni ég ekki að telja meira upp en þetta er þeir helstu stríðsglæpir sem Ísland tekur virkan þátt í að leyfa að viðgangast. Íslensk stjórnvöld styðja þetta og sá stuðningur er sýndur í verki í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eina sem við getum gert núna er að horfa ekki. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun