Burt með pólitík á Bessastöðum Kristmundur Carter skrifar 3. maí 2024 08:15 Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Sjá meira
Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun