„Almennings“ samgöngur? Bragi Gunnlaugsson skrifar 3. maí 2024 07:00 Í viðtali á Rás 2 sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að almenningssamgöngurnar sem þangað liggja, vera fyrst og fremst fyrir starfsfólk vallarins. Keflavíkurflugvöllur hlýtur þá að vera eini alþjóðaflugvöllurinn í heimi þar sem almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar fyrir viðskiptavinina. Þessi skortur á grunnþjónustu fyrir farþega er ekki einungis bagalegur fyrir þau sem vilja komast á einfaldan og bíllausan hátt í millilandaflug, heldur ótrúlega slæm (og neyðarleg fyrir okkur sem þjóð) fyrsta upplifun þeirra sem heimsækja okkur. Eins og Þjóðverjarnir sem voru samferða mér úr flugi um daginn sögðu þegar þeir fundu engar samgöngur af vellinum: „That can‘t be right.“ Þeir eru eðlilega vanir því að á flugvöllum séu risastór skilti sem benda á almenningssamgöngur í borgina – því það er ekki eins og ferðalaginu ljúki á flugvellinum. Í fjöldamörg ár hefur verið kallað eftir endurbótum og nútímavæðingu samgangna á flugvöllinn. Raunar lofaði fyrrverandi innviðaráðherra að málin yrðu skoðuð fyrir sumarið. Í fyrra. Ekkert bólar á tillögum og orð Guðmundar setja vissulega tóninn af hverju svo er. Samtök um bíllausan lífsstíl kalla eftir því að samtalið um almenningssamgöngur á Keflavíkurflugvöll sé tekið alvarlega. Það þarf engin að finna upp hjólið í þessum málum – einungis hugrekkið til að bjóða upp á þessa lágmarksþjónustu sem svo mörg kalla eftir. Höfundur er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali á Rás 2 sagði Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að almenningssamgöngurnar sem þangað liggja, vera fyrst og fremst fyrir starfsfólk vallarins. Keflavíkurflugvöllur hlýtur þá að vera eini alþjóðaflugvöllurinn í heimi þar sem almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar fyrir viðskiptavinina. Þessi skortur á grunnþjónustu fyrir farþega er ekki einungis bagalegur fyrir þau sem vilja komast á einfaldan og bíllausan hátt í millilandaflug, heldur ótrúlega slæm (og neyðarleg fyrir okkur sem þjóð) fyrsta upplifun þeirra sem heimsækja okkur. Eins og Þjóðverjarnir sem voru samferða mér úr flugi um daginn sögðu þegar þeir fundu engar samgöngur af vellinum: „That can‘t be right.“ Þeir eru eðlilega vanir því að á flugvöllum séu risastór skilti sem benda á almenningssamgöngur í borgina – því það er ekki eins og ferðalaginu ljúki á flugvellinum. Í fjöldamörg ár hefur verið kallað eftir endurbótum og nútímavæðingu samgangna á flugvöllinn. Raunar lofaði fyrrverandi innviðaráðherra að málin yrðu skoðuð fyrir sumarið. Í fyrra. Ekkert bólar á tillögum og orð Guðmundar setja vissulega tóninn af hverju svo er. Samtök um bíllausan lífsstíl kalla eftir því að samtalið um almenningssamgöngur á Keflavíkurflugvöll sé tekið alvarlega. Það þarf engin að finna upp hjólið í þessum málum – einungis hugrekkið til að bjóða upp á þessa lágmarksþjónustu sem svo mörg kalla eftir. Höfundur er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun