Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar 1. maí 2024 19:00 1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt. Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða? Hverjir berjast fyrir bættum kjörum okkar sem erum háð lífeyri almannatrygginga ríkisins? Stjórnmálafólk hefur talað um okkar kjör á margan mismunandi hátt td „að kaupmáttur okkar hafi aldrei verið meiri“, „að aldrei hafi meira verið lagt í þennan málaflokk“, að við höfum aldrei haft það betra“ og „að við getum ekki lengur beðið eftir réttlætinu“. Margt fólk talar um okkur sem sníkjudýr á kerfinu, að við nennum ekki að vinna og viljum bara fá allt rétt uppí hendurnar, það er ekki eins og við höfum haft val um að veikjast, verða fyrir slysi eða fæðast með fötlun og geta þar af leiðandi ekki framfleytt okkur að hluta eða fullu með atvinnuþátttöku. Þriðjungur fólks á lífeyri almannatrygginga er á vinnumarkaði að hluta eða öllu og greiðir sína skatta af þeim. Hátt hlutfall þessa hóps sinnir margskonar félagsstarfi, til að halda sér í virkni og forðast félagslega einangrun. Fatlað fólk fer jafnt við aðra í verslanir og greiðir af þeim innkaupum virðisaukaskatt til ríkissjóðs, með auknum ráðstöfunartekjum yrði sá hlutur meiri, því öll þurfum við jú að fæða okkur og klæða. Ráðafólki þessa lands þykja þó fatlað fólk vera fólkið með breiðu bökin, eina ferðina enn, ef marka má nýja fjármálaáætlun.Þar er gert ráð fyrir að 10,1 milljarður verði tekin úr málaflokknum til að koma til móts við kjarasamninga og draga úr þenslu. Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta grátbroslegt. Í nýlega útkominni skýrslu Vörðu sem unnin var fyrir ÖBÍ, kemur fram að 68% faltaðs fólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Svo hvað verður um þá sem ekkert lánstraust hafa af einhverjum ástæðum? Í nýlegri könnun Gallup kemur fram að almenningur telur að óskertur örorkulífeyrir eftir skatt eigi að nema 423.000 krónum að meðaltali. Þetta sama fólk segir að það þurfi 502.000 krónur að meðaltali, ef það missti starfsgetuna á morgun.Í dag eru hæðstu mögulegar greiðslur í almannatryggingakerfinu (fyrsta mat 18 ára, býr ein/n/eitt, engar aðrar tekjur) 381.065 krónur eftir skatt á strípuðum lífeyri, (reiknivél örorkulífeyris á heimasíðu TR). Aðeins handfylli örorkulífeyristaka uppfylla þau skilyrði. Samkvæmt gögnum TR voru greiðslur örorkulífeyris í apríl 328.000 krónur að meðaltali fyrir skatt. Það hlýtur hvert einasta mannsbarn að sjá það að 300.000 krónur duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag. Stöðunni á leigumarkaði má líkja við stríðsástand, þar sem slegist er upp á líf og dauða um hvern fermeter sem er í boði. Matarkarfan hefur hækkað svo svívirðilega að einn haldapoki sem hvorki inniheldur kjöt eða fisk kostar ekki minna en 7.000 krónur. Fólk lifir ekki endalaust á pasta, núðlum og hafragraut! Rannsóknir/kannanir sýna framm á að fatlað fólk neitar sér ítrekað um lækniskostnað, lyfjakaup, sjúkraþjálfun, bíóferðir, kaffihús, leikhús, tónleika og svo mætti lengi telja. Fatlað fólk er líka fólk og vil bara fá að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra á sínum forsendum en ekki skerðingum og takmörkunum, líkt og um fangabúðir væri að ræða. Hættum að beita fatlað fólk fjárhagslegu ofbeldi. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, formaður Samtaka Hjólabúa, formaður keiludeildar ÍR, móðir, dóttir, systir, vinkona, frænka og verðandi amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Kjaramál Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
1.maí er mikilvægur dagur í kjarabaráttu íslensks verkafólks þar sem vakin er athygli á þeim kaupum og kjörum sem vinnandi fólk fær fyrir starfsframlag sitt. Allt gott og blessað við það. En hverjir láta sig kaup og kjör fatlaðs fólks varða? Hverjir berjast fyrir bættum kjörum okkar sem erum háð lífeyri almannatrygginga ríkisins? Stjórnmálafólk hefur talað um okkar kjör á margan mismunandi hátt td „að kaupmáttur okkar hafi aldrei verið meiri“, „að aldrei hafi meira verið lagt í þennan málaflokk“, að við höfum aldrei haft það betra“ og „að við getum ekki lengur beðið eftir réttlætinu“. Margt fólk talar um okkur sem sníkjudýr á kerfinu, að við nennum ekki að vinna og viljum bara fá allt rétt uppí hendurnar, það er ekki eins og við höfum haft val um að veikjast, verða fyrir slysi eða fæðast með fötlun og geta þar af leiðandi ekki framfleytt okkur að hluta eða fullu með atvinnuþátttöku. Þriðjungur fólks á lífeyri almannatrygginga er á vinnumarkaði að hluta eða öllu og greiðir sína skatta af þeim. Hátt hlutfall þessa hóps sinnir margskonar félagsstarfi, til að halda sér í virkni og forðast félagslega einangrun. Fatlað fólk fer jafnt við aðra í verslanir og greiðir af þeim innkaupum virðisaukaskatt til ríkissjóðs, með auknum ráðstöfunartekjum yrði sá hlutur meiri, því öll þurfum við jú að fæða okkur og klæða. Ráðafólki þessa lands þykja þó fatlað fólk vera fólkið með breiðu bökin, eina ferðina enn, ef marka má nýja fjármálaáætlun.Þar er gert ráð fyrir að 10,1 milljarður verði tekin úr málaflokknum til að koma til móts við kjarasamninga og draga úr þenslu. Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst þetta grátbroslegt. Í nýlega útkominni skýrslu Vörðu sem unnin var fyrir ÖBÍ, kemur fram að 68% faltaðs fólks getur ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Svo hvað verður um þá sem ekkert lánstraust hafa af einhverjum ástæðum? Í nýlegri könnun Gallup kemur fram að almenningur telur að óskertur örorkulífeyrir eftir skatt eigi að nema 423.000 krónum að meðaltali. Þetta sama fólk segir að það þurfi 502.000 krónur að meðaltali, ef það missti starfsgetuna á morgun.Í dag eru hæðstu mögulegar greiðslur í almannatryggingakerfinu (fyrsta mat 18 ára, býr ein/n/eitt, engar aðrar tekjur) 381.065 krónur eftir skatt á strípuðum lífeyri, (reiknivél örorkulífeyris á heimasíðu TR). Aðeins handfylli örorkulífeyristaka uppfylla þau skilyrði. Samkvæmt gögnum TR voru greiðslur örorkulífeyris í apríl 328.000 krónur að meðaltali fyrir skatt. Það hlýtur hvert einasta mannsbarn að sjá það að 300.000 krónur duga ekki til framfærslu á Íslandi í dag. Stöðunni á leigumarkaði má líkja við stríðsástand, þar sem slegist er upp á líf og dauða um hvern fermeter sem er í boði. Matarkarfan hefur hækkað svo svívirðilega að einn haldapoki sem hvorki inniheldur kjöt eða fisk kostar ekki minna en 7.000 krónur. Fólk lifir ekki endalaust á pasta, núðlum og hafragraut! Rannsóknir/kannanir sýna framm á að fatlað fólk neitar sér ítrekað um lækniskostnað, lyfjakaup, sjúkraþjálfun, bíóferðir, kaffihús, leikhús, tónleika og svo mætti lengi telja. Fatlað fólk er líka fólk og vil bara fá að taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra á sínum forsendum en ekki skerðingum og takmörkunum, líkt og um fangabúðir væri að ræða. Hættum að beita fatlað fólk fjárhagslegu ofbeldi. Ekkert um okkur án okkar. Höfundur er varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, formaður Samtaka Hjólabúa, formaður keiludeildar ÍR, móðir, dóttir, systir, vinkona, frænka og verðandi amma.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar