Afkomuviðvörun Jón Ingi Hákonarson skrifar 29. apríl 2024 09:20 Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Hafnarfjörður Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er 250 milljóna hagnaður í raun 1,8 milljarður hallarekstur hjá Hafnarfjarðarbæ. „Mjög gott rekstrarár að baki“ auglýsir meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar korteri eftir að ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar er lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Hafnarfjarðar er EKKI jákvæð um 250 milljónir eins og ársreikningur bæjarins greinir frá. Rekstrarniðurstaðan fyrir síðasta ár er halli upp á tæplega 1,8 milljarða króna. Hér skeikar rúmum tvö þúsund milljónum króna. Hvernig má það vera? Ástæðan er sú að Hafnarfjarðarbær gerir upp sinn rekstur á annan hátt en flest önnur sveitarfélög. Hafnarjarðarbær notar aðra mælikvarða. Þetta er í raun sáraeinfalt. Hafnarfjarðarbær telur gatnagerðargjöld til rekstrartekna en flest önnur sveitarfélög gera það ekki. Gatnagerðargjöld upp á tæpa tvo milljarða eru taldar fram sem rekstrartekjur og skekkja þannig myndina. Samkvæmt 11 gr. reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga segir að gatnagerðargjöld eigi ekki að færa til rekstrar, þau eiga koma til frádráttar á fjárfestingum. Hafnarfjarðarbær hefur innheimt gatnagerðargjöld og notað þau til að greiða niður grunnrekstur bæjarins. Grunnrekstur bæjarins er ósjálfbær um tæpa tvo milljarða, annað árið í röð. Það er rétt að skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar hafi lækkað. Það eru hins vegar sjónhverfingar, því í stað þess að taka lán í bankanum vegna hallarekstursins þá höfum við tekið lán hjá húsbyggjendum bæjarins. Í raun hefur myndast innviðaskuld. Gatnagerðargjöldin sem við höfum innheimt krefjast framkvæmda á móti. Raunveruleg staða sést í sjóðsstreyminu. Þar hefur tíðkast sú hefð hjá Hafnarfjarðarbæ að bakfæra gatnagerðargjöldin frá rekstrarniðurstöðunni og þau færð þangað þar sem þau eiga heima í fjárfestingahreyfingar. Við lestur sjóðstreymis sést svart á hvítu að greiða þurfti með rekstri bæjarins um rúmlega 800 milljónir króna. Við þetta bætist ríflega 2,3 milljarðar í afborganir lána og vexti. Það er lágmarkskrafa að reksturinn sé sjáflbær, það hefur hann ekki verið í mörg ár. Í stuttu máli varð bæjarsjóður að taka að láni ríflega 3 milljarða króna til að standa undir grunnrekstrinum og afborgunum lána. Nýtt lán var tekið upp á 3,5 milljarða og dekkaði það hallreksturinn. Allt tal bæjarstjóra um ábyrga fjármálastjórn stenst enga skoðun. Til samanburðar skilaði Kópavogur 750 milljóna hallarekstri. Rekstur Hafnarfjarðar skilaði 1,750,000 halla. Ég vil taka það fram að ekki er verið að brjóta lög, sveigjanleiki í framsetningu ársreikninga er leyfilegur að vissu marki. Aftur á móti er það andi þessara laga og reglna að hafa uppgjör sveitarfélaga þannig, að hægt sé að bera þau saman með einföldum hætti. Fyrir tæpu ári síðan skrifaði ég nánast sömu grein þar sem ég gerði grein fyrir þessu misræmi. Í kjölfarið lagði ég fram þá tillögu í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær myndi hafa framsetningu ársreikningsins með þeim hætti að gatnagerðargjöld væru ekki tekjufærð í gegnum rekstur. Því var hafnað. Það skiptir mjög miklu máli að geta séð með skýrum hætti hvernig okkur gengur í hinum þremur þáttum rekstarins sem eru grunnrekstur, fjárfestingar og fjármögnun. Það hjálpar ekki að blanda saman ólíkum þáttum í einn graut því þá missir maður yfirsýn og voðinn vís. Hvernig sýnir maður fram á ábyrga fjármálastjórn? Í fyrsta og síðasta lagi nýtir maður sér bestu upplýsingar sem völ er á til að átta sig á raunstöðu. Út frá henni er hægt að taka ábyrgar ákvarðanir. Það hættulega við þessa framsetningu er að með henni er auðvelt að telja sér trú um að reksturinn gangi betur en hann raunverulega gerir og réttlætir aðgerðaleysi í huga þeirra sem með valdið fara. Reksturinn lítur vel út á blaði en því miður búum við ekki á blaði, heldur í raunveruleikanum og þar blæðir bæjarsjóði. Það að fela hallrekstur með bókhaldsbrellum er ekki ábyrg fjármálastjórn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun