Eins og sandur úr greip Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun