Eins og sandur úr greip Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Efnahagsmál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Vextir skipta miklu máli fyrir alla þá sem skulda. Því hærri sem vextirnir eru því dýrara er að skulda og þeim mun minna eftir til annarra nota. Þetta gildir jafnt um almenning, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Vaxtastig ræðst af mörgum þáttum, m.a. verðbólgu, stöðugleika, greiðslugetu skuldara, áhættu og trausti. Ef einn eða fleiri þættir eru í ólagi kostar það hærri vexti. Það er ótvírætt allra hagur að vextir séu hóflegir og stuðli að jafnvægi. Óverjandi fjármagnskostnaður Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er til meðferðar á Alþingi koma fram athyglisverðar og ógnvekjandi upplýsingar um skuldir hins opinbera og vexti af þeim næstu fimm árin. Vextirnir einir og sér eru áætlaðir 565 milljarðar króna! Það er um 1,9 milljón á hvern Íslending 18 ára og eldri, svo þarf auðvitað að greiða skuldirnar sjálfar. Ísland og Malta Ríkisfjármál eru nokkuð flókin en til að gefa okkur örlitla innsýn inn í aðstöðumun þeirra landa sem halda uppi eigin örmynt og þeirra sem taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi er ágætt að líta til Möltu. Ísland er eyja með tæplega 384 þúsund íbúa, á aðild að EES og er með eigin gjaldmiðil en Malta er eyja í Miðjarðarhafi með um 520 þúsund íbúa, á aðild að Evrópusambandinu og er með evru sem gjaldmiðil. Árið 2022 voru skuldir hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu 65,9% á Íslandi en 52,9% á Möltu. Bæði löndin eru því talsvert skuldsett. Fjármagnskostnaður vegna skuldanna var 5,88% af vergri landsframleiðslu á Íslandi en 1% á Möltu. Hér munar miklu þó visslega séu skuldir Íslands 13 prósentustigum hærri. Það sem stingur í augu og svíður undan er að meðalvaxtahlutfall á skuldum Íslands er 8,9% en 1,9% hjá Möltu. Munurinn er hvorki meira né minna en 4,7 faldur eða heil 7 prósentustig. Á þessum tíma var verðbólga á Íslandi 8,3% en 6,2% á Möltu. Ef tekið er tillit til verðbólgunnar og raunvextir af skuldum reiknaðir þá voru þeir 0,61% á Íslandi en mínus 4,25% á Möltu. Á þann mælikvarða munar 4,85 prósentustigum. Það er feiknarlega mikill munur en endurspeglar mat lánardrottna á stöðu ríkjanna tveggja. Hvað myndir þú gera við 63,9 milljarða? Samkvæmt ríkisreikningi árið 2022 var fjármagnskostnaður íslenska ríkisins 117,3 milljarðar. Ef við gefum okkur að íslenska ríkið hefði notið sömu vaxtakjara og Malta á þessum tíma hefði vaxtakostnaðurinn verið 53,4 milljarðar. Mismunurinn er hvorki meiri né minni 63,9 milljarðar króna! Skýringin á þessum mun er sú að Malta er í ESB og notar evru. Til samanburðar gera fjárlög ársins 2024 ráð fyrir að 53,3 milljarðar renni til samgöngu- og fjarskiptamála. Það væri hægt að fjármagna þessi útgjöld öll og eiga 10 milljarða í afgang. Er ekki tímabært að hætta að afneita augljósum staðreyndum? Aðild Íslands að ESB og upptaka evru er stærsta hagsmunamál okkar allra. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar