Þegar þú ert báknið Gabríel Ingimarsson skrifar 26. apríl 2024 08:31 Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun