Þegar þú ert báknið Gabríel Ingimarsson skrifar 26. apríl 2024 08:31 Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun