Katrín og Gunnar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. apríl 2024 10:01 Fyrr í vikunni birtist grein á Vísir.is eftir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmann þar sem gerð var áhugaverð en um leið misheppnuð tilraun til þess að spyrða Katrínu Jakobsdóttur við Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilheyrði að sögn Sævars ákveðinni valdaelítu sem hefði talið sig „hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf.“ Þær ásakanir í garð Katrínar missa hins vegar algerlega marks. „Má nefna mann eins og Gunnar Thoroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu,“ segir þannig í greininni. Mjög langur vegur er hins vegar frá því að Katrín hafi valið úr embættum og störfum heldur hefur hún einfaldlega hlotið það brautargengi sem hún hefur fengið með stuðningi kjósenda. Væntanlega tilheyra þá allir, sem náð hafa kjöri í lýðræðislegum kosningnum, áðurnefndri elítu að mati Sævars og hafa valið sér embætti og störf. Verði Katrín kjörin forseti verður það að sama skapi vegna stuðnings kjósenda. Hefur skapað nýtt fordæmi Katrín hefur þvert á móti skapað nýtt fordæmi með því að hafa ekki einungis sagt af sér sem forsætisráðherra og formaður VG heldur einnig sem þingmaður löngu áður en úrslit forsetakosninganna liggja fyrir. Katrín hefði getað setið áfram sem þingmaður og aðeins sagt af sér næði hún kjöri líkt og Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson en kaus hins vegar að gera það strax í kjölfar þess að hún lýsti yfir framboði. Væntanlega hafa þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og getað þannig horfið aftur að þingmennskunni næðu þeir ekki kjöri. Katrín hefur hins vegar lagt allt undir og auk þess afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Hvernig þetta rímar við þá elítu sem Sævar vill meina að Katrín tilheyri ásamt Gunnari Thoroddsen er vægast sagt erfitt að átta sig á. Hitt er svo annað mál að gagnrýni Sævars á miklu fremur við um þann frambjóðanda sem hann hefur sjálfur lýst yfir eindregnum stuðningi við, Baldur Þórhallsson, ef einhvern. Baldur er þannig háskólaprófessor líkt og Gunnar var meðal annars og mun væntanlega halda áfram í þeirri stöðu nái hann ekki kjöri og eins eftir að hann lætur af embætti forseta verði hann fyrir valinu. Sem sagt fara „fram og til baka á milli starfa.“ Hvað segir það um Baldur? Fram koma enn fremur í grein Sævars aðdróttanir um það að Katrín gæti látið fyrrverandi samstarfsfélaga sína í stjórnmálunum hafa óeðlileg áhrif á störf sín sem forseti verði hún kjörin og vísar þar til ríkisstjórnarflokkanna. Aftur hittir Sævar Baldur miklu fremur fyrir með gagnrýni sinni en Baldur er þannig til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar sem líklegt er talið að leiði næstu ríkisstjórn landsins. Kosið verður næst til þings í síðasta lagi þarnæsta haust. Ýmsir telja þó að til þess gæti komið mun fyrr. Jafnvel síðar á þessu ári. Sitjandi ríkisstjórn á í öllu falli ekki langan tíma fyrir höndum en gangi það eftir að Samfylkingin fari fyrir næstu stjórn mun hún væntanlega sitja mun lengur. Er hægt á mælikvarða Sævars að gera ráð fyrir því að fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar veiti ríkisstjórn flokksins aðhald? Meintar óvinsældir Katrínar og „gríðarleg óánægja“ með hana er einnig yrkisefni Sævars. Katrín hefur sagt að hún sé meðvituð um það að hún sé umdeild. Það er afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Hvenær hefur reynt með hliðstæðum hætti á Baldur? Þá nýtur Katrín meira fylgis en Baldur í flestum könnunum þrátt fyrir meintar óvinsældir hennar. Hvað segir það þá um hann? Frjálst að skjóta sig í fótinn Fleiri áhugaverðar tilraunir hafa verið gerðar að undanförnu til þess að reyna að koma höggi á forsetaframboð Katrínar en eiga það í flestum tilfellum sameiginlegt að hafa að sama skapi alfarið misst marks. Til að mynda meint valdasækni hennar fyrir þá sök að segja af sér valdamesta embætti landsins og bjóða sig fram í embætti sem hefur sáralítil völd. Þvert á móti er Katrín ljóslega að sækjast eftir miklu minni völdum. Fullyrt hefur einnig verið að engin fordæmi séu fyrir því að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í öðrum Evrópuríkjum þegar veruleikinn er sá að enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir evrópskir ráðherrar, bæði forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, hafi farið í forsetaframboð og þá gjarnan, ólíkt Katrínu, ekki sagt af sér ráðherraembættinu fyrr en þeir hafa náð kjöri. Tilraunir sem þessar dæma sig vitanlega sjálfar enda ekki beinlínis til marks um það að málefnalegum rökum sé til að dreifa. Væri þeim fyrir að fara þyrfti eðli málsins samkvæmt ekki að grípa til slíkra óyndisúrræða. Vonandi verður kosningabaráttan eftirleiðis málefnalegri en framganga Sævars er til marks um þó honum og öðrum líkt þenkjandi einstaklingum sé vitanlega frjálst að halda áfram að skjóta sig í fótinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni birtist grein á Vísir.is eftir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmann þar sem gerð var áhugaverð en um leið misheppnuð tilraun til þess að spyrða Katrínu Jakobsdóttur við Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilheyrði að sögn Sævars ákveðinni valdaelítu sem hefði talið sig „hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf.“ Þær ásakanir í garð Katrínar missa hins vegar algerlega marks. „Má nefna mann eins og Gunnar Thoroddsen sem virtist hafa geta valið hvar hann vildi vera, hvort sem það var háskólaprófessor, borgarstjóri, ráðherra eða hæstaréttardómari og virtist geta farið fram og til baka á milli starfa. Í dag á þetta ekki að virka svona. Það að Katrín telji sig hafa það brautargengi sem til þarf til að verða forseti finnst mér endurspegla ákveðinn hroka stjórnmálaelítu,“ segir þannig í greininni. Mjög langur vegur er hins vegar frá því að Katrín hafi valið úr embættum og störfum heldur hefur hún einfaldlega hlotið það brautargengi sem hún hefur fengið með stuðningi kjósenda. Væntanlega tilheyra þá allir, sem náð hafa kjöri í lýðræðislegum kosningnum, áðurnefndri elítu að mati Sævars og hafa valið sér embætti og störf. Verði Katrín kjörin forseti verður það að sama skapi vegna stuðnings kjósenda. Hefur skapað nýtt fordæmi Katrín hefur þvert á móti skapað nýtt fordæmi með því að hafa ekki einungis sagt af sér sem forsætisráðherra og formaður VG heldur einnig sem þingmaður löngu áður en úrslit forsetakosninganna liggja fyrir. Katrín hefði getað setið áfram sem þingmaður og aðeins sagt af sér næði hún kjöri líkt og Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson en kaus hins vegar að gera það strax í kjölfar þess að hún lýsti yfir framboði. Væntanlega hafa þeir Ólafur Ragnar og Ásgeir viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og getað þannig horfið aftur að þingmennskunni næðu þeir ekki kjöri. Katrín hefur hins vegar lagt allt undir og auk þess afsalað sér biðlaunum, sem hún á fullan rétt til, á meðan á kosningabaráttunni stendur. Hvernig þetta rímar við þá elítu sem Sævar vill meina að Katrín tilheyri ásamt Gunnari Thoroddsen er vægast sagt erfitt að átta sig á. Hitt er svo annað mál að gagnrýni Sævars á miklu fremur við um þann frambjóðanda sem hann hefur sjálfur lýst yfir eindregnum stuðningi við, Baldur Þórhallsson, ef einhvern. Baldur er þannig háskólaprófessor líkt og Gunnar var meðal annars og mun væntanlega halda áfram í þeirri stöðu nái hann ekki kjöri og eins eftir að hann lætur af embætti forseta verði hann fyrir valinu. Sem sagt fara „fram og til baka á milli starfa.“ Hvað segir það um Baldur? Fram koma enn fremur í grein Sævars aðdróttanir um það að Katrín gæti látið fyrrverandi samstarfsfélaga sína í stjórnmálunum hafa óeðlileg áhrif á störf sín sem forseti verði hún kjörin og vísar þar til ríkisstjórnarflokkanna. Aftur hittir Sævar Baldur miklu fremur fyrir með gagnrýni sinni en Baldur er þannig til að mynda fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar sem líklegt er talið að leiði næstu ríkisstjórn landsins. Kosið verður næst til þings í síðasta lagi þarnæsta haust. Ýmsir telja þó að til þess gæti komið mun fyrr. Jafnvel síðar á þessu ári. Sitjandi ríkisstjórn á í öllu falli ekki langan tíma fyrir höndum en gangi það eftir að Samfylkingin fari fyrir næstu stjórn mun hún væntanlega sitja mun lengur. Er hægt á mælikvarða Sævars að gera ráð fyrir því að fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar veiti ríkisstjórn flokksins aðhald? Meintar óvinsældir Katrínar og „gríðarleg óánægja“ með hana er einnig yrkisefni Sævars. Katrín hefur sagt að hún sé meðvituð um það að hún sé umdeild. Það er afleiðing þess að hafa staðið í stafni og þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir. Hvenær hefur reynt með hliðstæðum hætti á Baldur? Þá nýtur Katrín meira fylgis en Baldur í flestum könnunum þrátt fyrir meintar óvinsældir hennar. Hvað segir það þá um hann? Frjálst að skjóta sig í fótinn Fleiri áhugaverðar tilraunir hafa verið gerðar að undanförnu til þess að reyna að koma höggi á forsetaframboð Katrínar en eiga það í flestum tilfellum sameiginlegt að hafa að sama skapi alfarið misst marks. Til að mynda meint valdasækni hennar fyrir þá sök að segja af sér valdamesta embætti landsins og bjóða sig fram í embætti sem hefur sáralítil völd. Þvert á móti er Katrín ljóslega að sækjast eftir miklu minni völdum. Fullyrt hefur einnig verið að engin fordæmi séu fyrir því að sitjandi forsætisráðherra hafi farið í forsetaframboð í öðrum Evrópuríkjum þegar veruleikinn er sá að enginn skortur er á dæmum um það að háttsettir evrópskir ráðherrar, bæði forsætisráðherrar, utanríkisráðherrar og fjármálaráðherrar, hafi farið í forsetaframboð og þá gjarnan, ólíkt Katrínu, ekki sagt af sér ráðherraembættinu fyrr en þeir hafa náð kjöri. Tilraunir sem þessar dæma sig vitanlega sjálfar enda ekki beinlínis til marks um það að málefnalegum rökum sé til að dreifa. Væri þeim fyrir að fara þyrfti eðli málsins samkvæmt ekki að grípa til slíkra óyndisúrræða. Vonandi verður kosningabaráttan eftirleiðis málefnalegri en framganga Sævars er til marks um þó honum og öðrum líkt þenkjandi einstaklingum sé vitanlega frjálst að halda áfram að skjóta sig í fótinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar