Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson skrifar 16. apríl 2024 14:32 Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Hvalveiðar Miðflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Um mitt sumar í fyrra eyðilagði þáverandi matvælaráðherra fyrirhugaða hvalveiðivertíð með fádæma valdníðslu. Umboðsmaður Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu ráðherrans sem rýrði tekjumöguleika fólks og fyrirtækja. Niðurstaða Umboðsmanns var að framganga ráðherra hefði ekki staðist lög. Stærstur var skaði Hvals hf. og verkafólks á Akranesi og í nágrenni. Hvalur hf hefur síðan leitað leiða til að fá viðræður við stjórnvöld um tjón sitt og um áframhaldandi hvalveiðar. Fram hefur komið að engin svör hafa fengist við málaleitun fyrirtækisins um viðræður um tjón þess vegna framgöngu fyrrverandi matvælaráðherra. Hundrað dagar eru liðnir án þess að erindi Hvals hf. hafi verið virt svars. Málshraðaregla Stjórnsýslulaga er greinilega ekki í hávegum höfð í matvælaráðuneyti. Þrátt fyrir langlundargeð stjórnenda Hvals hf. virðist ýmislegt benda til þess að ákvörðun ráðherra frá því í fyrra verði að endingu tekin til meðferðar hjá dómstólum þar sem matvælaráðherrann fyrrverandi hefur verið tíður gestur. Ráðherranum hefur nú verið komið í skjól í öðru ráðuneyti þar sem hún fær tækifæri til áframhaldandi lögbrota á þriðja vettvangi. Minnt skal á að umræddur ráðherra fór í blóra við skipulagslög fyrr á ferlinum án afleiðinga á ráðherradóm sbr. dóm Hæstaréttar 579/2010. Því hefur verið haldið fram að enginn markaður sé fyrir afurðir af hvölum. Þetta er rangt og má sjá hið rétta í útflutningstölum Hagstofu Íslands. Því hefur einnig verið haldið ranglega fram að þær hvalategundir sem veiddar eru við Íslandsstrendur séu í útrýmingarhættu. Því fer fjarri. Langreyðar við Ísland teljast í tugum þúsunda en leyfðar veiðar hafa numið að hámarki 160 dýrum á ári. Ekki hefur náðst að veiða þann fjölda. Einhverjir halda því fram að hvalveiðar hafi slæm áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Reynslan hefur sýnt allt annað. Ferðamönnum hefur farið fjölgandi eftir að Covid ástandinu linnti. Nú má sjá biðraðir útlendinga á hverjum degi við veitingahús í Reykjavík sem bjóða upp á hvalkjöt á matseðli. Enn heggur ríkisstjórnin, nýframlengd líkt og víxill, í sama knérunn með því að draga lappirnar í leyfisveitingu vegna áframhaldandi hvalveiða á þessu ári og til framtíðar. Dráttur á svörum veldur því að hvalveiðar ársins 2024 eru í fullkomnu uppnámi. Dýr er skammær forsætisráðherrastóll Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun