Bestu árin Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigríður Gísladóttir skrifa 16. apríl 2024 14:01 Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Þar kenndi ýmissa grasa og eitt dagskrárefna var samtal um framhaldsskólann. Þrír nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, þau Valgerður Birna Magnúsdóttir, Sveinbjörn Orri Thoroddsen og Sunna Bohn, fluttu afar áhugavert og upplýsandi örerindi um líf og upplifun framhaldsskólanema enda mikilvægt að heyra raddir nemendanna sjálfra í umræðum um menntamál. Í kjölfarið voru í pallborði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, Embla María Möller Atladóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Margt var rætt um stöðu og hlutverk framhaldsskólans, til dæmis fengu þær breytingar sem gengu í garð við styttingu náms til stúdentsprófs mikla umræðu. Sérstaklega var rætt um að lífi framhaldsskólanema utan skóla hefði verið lítill gaumur gefinn við styttinguna sem og mismunandi þörfum þeirra í námi. Tilfinning nemenda er að félagslíf og störf ungmenna í þágu samfélagsins hafi ekki verið tekin með í reikninginn. Líf ungs fólks er ekki aðeins skóli og skólabækur og árin í framhaldsskóla eru gjarnan kölluð bestu ár lífsins, þegar framtíðin er óráðin, áhyggjur og basl fullorðinsáranna undirbúið og lífið er hæfileg blanda af skóla, félagslífi og þroskandi lífsreynslu. Nemendum er tíðrætt um að þau skorti tíma fyrir félagslíf sem endurspeglast í dvínandi þátttöku í félagsstarfi framhaldsskólanna. Styttri tími til að útskrifast með jafnöldrum sínum eykur mjög álagið þar sem þau telja að náminu hafi í raun verið þjappað saman á kostnað félagslífs og tómstunda. Í menntastefnu Vinstri grænna segir að tryggja þurfi jöfn tækifæri til fjölbreyttrar menntunar óháð búsetu og þar þurfi sérstaklega að huga að aðgengi að iðn- og listnámi. Auka þurfi sveigjanleika í námi á framhaldsskólastigi og tryggja að nemendur hafi svigrúm til að sinna félagslífi, íþróttum og tómstundum samhliða námi.Brotthvarf úr námi er birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Nauðsynlegt er að sporna gegn því með aðgerðum innan menntakerfisins og ekki síður utan þess. Í menntastefnu VG segir enn fremur að tryggja skuli fjölbreyttan stuðning í öllum framhaldsskólum með góðu aðgengi að sérfræðiaðstoð til að sporna gegn brotthvarfi úr námi og stuðla að bættri líðan nemenda. Huga þarf sérstaklega að innflytjendum í þessu samhengi. Í lögum um framhaldsskóla (92/2008) stendur að „hlutverk hans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi“. Við sem samfélag verðum að tryggja fjölbreytt val ungmenna til náms, að tekið sé tillit til jafnréttis og jöfnuðar er varðar aðgengi að námi og inngildingu nemenda. Að öll sem vilja stunda nám geti það óháð atgervi, fötlun, örorku, félagslegri stöðu, búsetu, móðurmáli eða námsgetu og að skólar geti mætt þessum þörfum fjölbreytts nemendahóps með viðeigandi stuðningi. Það eru mikilvæg mótunarár þegar ungmenni þroskast úr börnum í fullorðna. Gott er að minna á að ráðherra málaflokksins hefur sett fram heildstæða stefnu og markmið í þágu farsældar barna, sem og frumvarp til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofnun. Segir í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna að leggja eigi ríka áhersla á heildstæða stefnumótun þegar kemur að málefnum barna, einkum er lýtur að þjónustu. Litið sé til þess að tryggja aukna samfellu þvert á þjónustukerfi og málefnasvið með heildarsýn og sameiginleg markmið að leiðarljósi og að tryggja aukna aðkomu barna og nemenda að stefnumótun í samræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda þar að lútandi (ráðherra málaflokksins, 24. apríl 2023). Í frumvarpi til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofnun segir að tryggja skuli og efla gæði náms, efla stuðning við nemendur og skólaþróun í framhaldsskólum. Getur verið að skort hafi á samráð við nemendur eins og þeirra tilfinning er og að þarfir þeirra hafi ekki verið í öndvegi þegar námi var breytt? Tíðrætt er um fjármögnun eða vanfjármögnun skólakerfisins og má leiða hugann að því að stytting hafi verið dulbúin hagræðing. Fræðafólk hefur bent á rangfærslur við útfærslu og útreikninga á fjármagni, fjölbreyttan nemendafjölda framhaldsskólanna með tilheyrandi þörfum og viðleitni ráðuneytis menntamála til að spara aurinn og kasta krónunni með óraunhæfum aðhaldsaðgerðum ár hvert. Staðreyndin er sú að nemendahópurinn mun stækka, hann mun verða fjölbreyttari og þarfnast flóknari þjónustu sem ekki verður mætt nema með áherslu á aukna þjónustu og skólaþróun byggða á grunni hvers skóla. Þar kemur fjölbreytt val nemenda út frá þörfum og atgervi til með að skipta máli sem og aðkoma sérfræðinga og starfsfólks skólanna en ekki síst nemenda sjálfra sem gjarnan vita vel hvers þeir þarfnast og hvað þeir vilja. Það verður að fjármagna íslenska menntastefnu og gera ráð fyrir þeim fjölmörgu iðnnemum sem ekki komast að í námi með markvissri áætlun um eflingu verknáms um allt land. Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna, til að mynda hjá Rannsóknum & greiningu og Eurostudent, sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Aftur er leiðin til árangurs ekki að draga úr stoðþjónustu og vali nemenda til náms og námslengdar heldur mikilvægt að styrkja starfsemi skólanna eins og hægt er. Við líkt og nemendur köllum eftir faglegum vinnubrögðum frá ráðuneyti menntamála við eflingu framhaldsnáms fyrir öll ungmenni og að ávallt sé í fyrirrúmi það sem börnum og ungmennum er fyrir bestu. Lykilatriði er að ráðuneyti menntamála komi fram af virðingu við þær stofnanir, starfsfólk og nemendur, sem hlúa að og mennta ungmennin okkar. Þeirra er framtíðin og menntun þeirra má sannarlega kosta. Hægt er að horfa á upptöku frá ráðstefnunni á vg.ishttps://vg.is/vidburdir/sveitarstjornarradstefna-vg-um-menntamal/ Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboðiHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboðiSigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Vinstri græn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Á dögunum hélt Sveitarstjórnarráð VG ráðstefnu um menntamál, sem bar heitið Máttur menntunar. Þar kenndi ýmissa grasa og eitt dagskrárefna var samtal um framhaldsskólann. Þrír nemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, þau Valgerður Birna Magnúsdóttir, Sveinbjörn Orri Thoroddsen og Sunna Bohn, fluttu afar áhugavert og upplýsandi örerindi um líf og upplifun framhaldsskólanema enda mikilvægt að heyra raddir nemendanna sjálfra í umræðum um menntamál. Í kjölfarið voru í pallborði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, Embla María Möller Atladóttir, forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema, Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Margt var rætt um stöðu og hlutverk framhaldsskólans, til dæmis fengu þær breytingar sem gengu í garð við styttingu náms til stúdentsprófs mikla umræðu. Sérstaklega var rætt um að lífi framhaldsskólanema utan skóla hefði verið lítill gaumur gefinn við styttinguna sem og mismunandi þörfum þeirra í námi. Tilfinning nemenda er að félagslíf og störf ungmenna í þágu samfélagsins hafi ekki verið tekin með í reikninginn. Líf ungs fólks er ekki aðeins skóli og skólabækur og árin í framhaldsskóla eru gjarnan kölluð bestu ár lífsins, þegar framtíðin er óráðin, áhyggjur og basl fullorðinsáranna undirbúið og lífið er hæfileg blanda af skóla, félagslífi og þroskandi lífsreynslu. Nemendum er tíðrætt um að þau skorti tíma fyrir félagslíf sem endurspeglast í dvínandi þátttöku í félagsstarfi framhaldsskólanna. Styttri tími til að útskrifast með jafnöldrum sínum eykur mjög álagið þar sem þau telja að náminu hafi í raun verið þjappað saman á kostnað félagslífs og tómstunda. Í menntastefnu Vinstri grænna segir að tryggja þurfi jöfn tækifæri til fjölbreyttrar menntunar óháð búsetu og þar þurfi sérstaklega að huga að aðgengi að iðn- og listnámi. Auka þurfi sveigjanleika í námi á framhaldsskólastigi og tryggja að nemendur hafi svigrúm til að sinna félagslífi, íþróttum og tómstundum samhliða námi.Brotthvarf úr námi er birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Nauðsynlegt er að sporna gegn því með aðgerðum innan menntakerfisins og ekki síður utan þess. Í menntastefnu VG segir enn fremur að tryggja skuli fjölbreyttan stuðning í öllum framhaldsskólum með góðu aðgengi að sérfræðiaðstoð til að sporna gegn brotthvarfi úr námi og stuðla að bættri líðan nemenda. Huga þarf sérstaklega að innflytjendum í þessu samhengi. Í lögum um framhaldsskóla (92/2008) stendur að „hlutverk hans sé að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemenda nám við hæfi“. Við sem samfélag verðum að tryggja fjölbreytt val ungmenna til náms, að tekið sé tillit til jafnréttis og jöfnuðar er varðar aðgengi að námi og inngildingu nemenda. Að öll sem vilja stunda nám geti það óháð atgervi, fötlun, örorku, félagslegri stöðu, búsetu, móðurmáli eða námsgetu og að skólar geti mætt þessum þörfum fjölbreytts nemendahóps með viðeigandi stuðningi. Það eru mikilvæg mótunarár þegar ungmenni þroskast úr börnum í fullorðna. Gott er að minna á að ráðherra málaflokksins hefur sett fram heildstæða stefnu og markmið í þágu farsældar barna, sem og frumvarp til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofnun. Segir í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna að leggja eigi ríka áhersla á heildstæða stefnumótun þegar kemur að málefnum barna, einkum er lýtur að þjónustu. Litið sé til þess að tryggja aukna samfellu þvert á þjónustukerfi og málefnasvið með heildarsýn og sameiginleg markmið að leiðarljósi og að tryggja aukna aðkomu barna og nemenda að stefnumótun í samræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og tilmæli barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda þar að lútandi (ráðherra málaflokksins, 24. apríl 2023). Í frumvarpi til laga um nýja Mennta- og skólaþjónustustofnun segir að tryggja skuli og efla gæði náms, efla stuðning við nemendur og skólaþróun í framhaldsskólum. Getur verið að skort hafi á samráð við nemendur eins og þeirra tilfinning er og að þarfir þeirra hafi ekki verið í öndvegi þegar námi var breytt? Tíðrætt er um fjármögnun eða vanfjármögnun skólakerfisins og má leiða hugann að því að stytting hafi verið dulbúin hagræðing. Fræðafólk hefur bent á rangfærslur við útfærslu og útreikninga á fjármagni, fjölbreyttan nemendafjölda framhaldsskólanna með tilheyrandi þörfum og viðleitni ráðuneytis menntamála til að spara aurinn og kasta krónunni með óraunhæfum aðhaldsaðgerðum ár hvert. Staðreyndin er sú að nemendahópurinn mun stækka, hann mun verða fjölbreyttari og þarfnast flóknari þjónustu sem ekki verður mætt nema með áherslu á aukna þjónustu og skólaþróun byggða á grunni hvers skóla. Þar kemur fjölbreytt val nemenda út frá þörfum og atgervi til með að skipta máli sem og aðkoma sérfræðinga og starfsfólks skólanna en ekki síst nemenda sjálfra sem gjarnan vita vel hvers þeir þarfnast og hvað þeir vilja. Það verður að fjármagna íslenska menntastefnu og gera ráð fyrir þeim fjölmörgu iðnnemum sem ekki komast að í námi með markvissri áætlun um eflingu verknáms um allt land. Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna, til að mynda hjá Rannsóknum & greiningu og Eurostudent, sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Aftur er leiðin til árangurs ekki að draga úr stoðþjónustu og vali nemenda til náms og námslengdar heldur mikilvægt að styrkja starfsemi skólanna eins og hægt er. Við líkt og nemendur köllum eftir faglegum vinnubrögðum frá ráðuneyti menntamála við eflingu framhaldsnáms fyrir öll ungmenni og að ávallt sé í fyrirrúmi það sem börnum og ungmennum er fyrir bestu. Lykilatriði er að ráðuneyti menntamála komi fram af virðingu við þær stofnanir, starfsfólk og nemendur, sem hlúa að og mennta ungmennin okkar. Þeirra er framtíðin og menntun þeirra má sannarlega kosta. Hægt er að horfa á upptöku frá ráðstefnunni á vg.ishttps://vg.is/vidburdir/sveitarstjornarradstefna-vg-um-menntamal/ Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur og grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VG og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboðiHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboðiSigríður Gísladóttir, dýralæknir og framhaldsskólakennari, stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun