Opinber umræða fyrir hvern? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 15. apríl 2024 13:54 Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi. Cass-skýrslan er öllum aðgengileg á netinu og er mikilvægt innlegg í faglega umræðu. Hún er tæpar 400 blaðsíður og því e.t.v. hæpið að íslenskir blaðamenn hafi haft tíma til að setja sig inn í málið og einnig er spurning hversu mikið erindi efni hennar á við almenning á Íslandi, í ljósi þess að hún fjallar um sértækt mál innan erlends heilbrigðiskerfis, sem krefst samanburðar og þekkingar á því íslenska til þess að geta sett það í samhengi svo vel sé. Í pistli sínum segir Helgi að þörf sé á opinberri umræðu á Íslandi um það með hvaða hætti kynhormónabælandi lyf eru notuð til að meðhöndla kynama barna og ungmenna. Ég ætla að leyfa mér að vera honum fullkomlega ósammála. Opinber umræða er, eins og staðan er í málefnum trans fólks, mjög óheppilegur staður fyrir faglegar vangaveltur á sviði heilbrigðisþjónustu fyrir hópinn. Eins og Hilary Cass talar um og Helgi tekur undir, þá er skautun umræðunnar mjög erfið og gerir fagfólki erfitt fyrir. Þá er gott að hafa í huga að hluti samfélagsins okkar skilur ekki ennþá hvað það þýðir að vera trans eða þekkir ekki málaflokkinn. Skautun í málaflokknum á Íslandi mun því ekki minnka með aukinni opinberri umræðu um þessa mikilvægu heilbrigðisþjónustu, heldur þvert á móti. Bresk stjórnmál og hatrömm umræða um málefni trans fólks þar í landi undanfarin ár eru afar gott dæmi um nákvæmlega það. Það er ekki eftirsóknarvert að feta í þau fótspor. Vangaveltur og umræða um þjónustu við trans börn, ungmenni og fullorðna eiga sér stað á hverjum einasta degi í transteymum Landspítala. Ég hvet Helga Áss til að óska eftir fundi með því fólki sem sannarlega vinnur í málaflokknum og hefur á honum sérfræðiþekkingu, hafi hann áhyggjur af velferð þessa fámenna hóps barna og ungmenna sem fá ávísað hormónabælandi lyfjum á Íslandi. Þetta er í raun mjög einfalt. Til þess að opinber umræða um sértæka heilbrigðisþjónustu fyrir jaðarsettan hóp geti talist gagnleg þarf hún að byggja á þekkingu. Samfélagið þarf jafnframt að vera tilbúið til þess að geta tekist á við umræðuna án þess að fordómar gagnvart hópnum hafi áhrif. Það er því miður ekki staðan í dag og fagfólk stígur m.a. þess vegna varlega til jarðar í opinberri umræðu. Það gerir svo engum greiða, og þá allra síst trans börnum og ungmennum sem glíma nú þegar við fordóma samfélagsins á hverjum degi, að fólk sem veit lítið sem ekkert um málaflokkinn ræði hann opinberlega. Það er ekki ritskoðun eða þöggun, heldur almenn skynsemi. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum '78
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun