„Þetta reddast!“ Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. apríl 2024 12:30 Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt. Slíkar grundvallarákvarðanir sem hafa svo mikið um framtíð barnanna okkar að segja þurfa að vera á forsendum barnanna út frá þeirra velferð og hag byggt á upplýsingum um félagsfræðileg, lærdómsfagleg og þroskasálfræðileg sjónarmið en ekki á forsendum kerfisins, manneklu eða Excel. Leikur er nám ungra barna og gríðarlega mikilvægur fyrir þroska þeirra og lærdóm. Leikskólinn býður börnum á þessum aldri upp á fjölbreytilegt nám sem hentar þeim langt umfram grunnskólann. Leikurinn er þar í forgrunni, uppfullur af meðal annars sköpun, gleði, samvinnu, áskorunum í að sýna af sér kjark, sem og öðru góðgæti. Þar er meira rými til að athafna sig, en leikskólinn hefur hins vegar aldrei þótt jafn fínn í kerfi sem metur fínheit í samræmi við skólastig. Það er misráðið og stenst enga skoðun. Það er ekki svo að það að hefja grunnskólann fyrr skili sér endilega í betri menntun og liggja fyrir rannsóknir sem benda til hins gagnstæða. Mögulega væri jafnvel farsælla að hefja grunnskólanám árinu síðar. Norðmenn sjá margir hverjir eftir því að hafa fært sex ára gömul börn yfir í grunnskólann og myndi norskt skólafólk tæpast taka það í mál að flytja fimm ára börnin þangað líka. Eitt hentar svo sem ekki öllum. En að vilja vaða í umfangsmiklar breytingar án þess að það sé nægilega vel undirbúið eða nægilega fagleg sjónarmið að baki hefur undantekningalaust komið niður á menntun. Ég veit að það eru mörg tækifæri til að gera betur í skólakerfinu en ég veit líka að starfsfólk vinnur þar þrekvirki á degi hverjum. Í borgarstjórn fór ég yfir mínar efasemdir um að þessi breyting yrði börnunum fyrir bestu og lagði áherslu á mikilvægi þess að slíkar ákvarðanir yrðu byggðar á fullnægjandi gögnum og rökum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakaði mig og fleiri um „bölsýni“ vegna áherslna okkar á gagnrýna hugsun. „Ekki vera hrædd við að prófa“ hélt fulltrúinn áfram; „Slakið á, þetta reddast!“ Ég er ekki tilbúin að setja dýrmæta framtíð ungra barna í svaðilför og vona að það reddist eins og Sjálfstæðisflokknum virðist finnast forsvaranlegt að gera. Þetta orðfæri borgarfulltrúans minnir um margt á stemninguna fyrir hrun þegar leiðinlegu eftirlitsstofnarnirnar voru talaðar niður og sagðar vera fyrir. „Drengir, sjáiði ekki veisluna?“ Ég hafði svo orð á þessum hugrenningartengslum sem slógu mig og fór yfir mikilvægi heilbrigðrar umræðuhefðar, faglegra vinnubragða og upplýstrar ákvarðanatöku, ekki síst þegar svo stórar ákvarðanir eru undir. Ég nefndi í þessu samhengi hvernig hrunið og fjárhagslegt skipbrot ríkisins Íslands, sá sögulegi atburður á heimsvísu sem Sjálfstæðisflokkurinn bar mikið til ábyrgð á, byggði umfram allt á gjaldþroti lýðræðislegrar umræðuhefðar þar sem gagnrýnin hugsun var máluð út í horn sem tóm leiðindi sem væri bara fyrir. Í þeirri andrá kallaði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mig „ódýran stjórnmálamann.“ Sá sami og sagði í pontu um lykilákvörðun sem varðar framtíð ungra barna: „Þetta reddast!“ Tali hver fyrir sig. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun