Ætla að fæla barnaníðing úr sundlauginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2024 12:19 Frá Dalslaug í Úlfarsárdal. Dalslaug Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni. Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“ Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Þetta kemur fram í pósti Hildar Jóhannesdóttur skólastjóra til foreldra vegna málsins. „Uppgötvast hefur að í sundlaugina á skólasundstíma í 7. bekk, kemur reglulega maður, sem leitar leiða til að spjalla við drengi í skólasundi, um allt milli himins og jarðar. Þessi maður er dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann hefur afplánað sinn dóm,“ segir Hildur í pósti sínum. Þungir dómar á bakinu Samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn að baki tvo fangelsisdóma. Annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertum unglingsdreng og hins vegar fyrir að hafa í fórum sínum gríðarlega mikið magn barnaníðsefnis. Annar dómurinn var á þriðja ár í fangelsi og hitt á fjórða ár. „Okkur þykir alveg ljóst að maðurinn er að mynda tengsl og hugsanlega að reyna að undirbúa vinskap og skuldbindingu við sig á einhvern hátt. Við í skólanum höfum nýlega uppgötvað þetta. Við fórum að safna upplýsingum og rekja málið,“ segir Hildur. Þar hafi þau notið aðstoðar forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara. Hildur Jóhannesdóttir skólastjóri Dalskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin á Bessastöðum árið 2020.Kennarasamband Íslands Lögreglunni hafi verið gert viðvart og næst þegar maðurinn komi í hús verði hann kallaður inn til forstöðumanns, ásamt skólastjórnanda og kallað á lögregluna. „Tilgangur viðtalsins er að fæla hann frá lauginni okkar og tilkynna honum að hann verði ekki settur úr augsýn komi hann inn fyrir hússins dyr og lögreglunni gert viðvart og kölluð til.“ Vara nágrannana við Hildur segir að nágrannaskólar hafi verið látnir vita sem og yfirmenn í öllu kerfinu. „Það situr í okkur að nemendur geti verið berskjaldaðir í skólasundi í öllum almenningslaugum gagnvart svona misindismönnum því allar laugar eru opnar öllu fólki. Dómar eru ekki þannig uppkvaðnir að barnaníðingum sé gert að sniðganga almenningsstaði þar sem börn eru að leik og starfi þó formlegri betrun (skilorðs- að óskilorðsbundnum dómi) sé aflokið. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin.“
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Sundlaugar Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira