Sundlaugar

Fréttamynd

Þurfa að leita annað í sund

Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Reykjanesbær endur­geldur greiðann og býður frítt í sund

Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og almannadal ókeypis í sund í Vatnaveröld á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags vegna viðgerðar á suðuræð Veitna.

Innlent
Fréttamynd

Syntu í hverri einustu laug landsins

Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman.

Lífið
Fréttamynd

Kort­leggja gamlar sundlaugabyggingar um allt land

Fornleifastofnun Íslands hefur í sumar staðið að rannsókn á sundlaugarbyggingum á landsbyggðinni sem reistar voru á fyrri hluta tuttugustu aldar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hjörleif Stefánsson arkítekt og hófst árið 2020 með heimildakönnun og kortlagningu á laugum um land allt.

Innlent
Fréttamynd

Færa varð­turninn í nýjustu sund­laug Reykja­víkur

Nýr varðturn verður reistur í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkurborgar, sem opnaði í lok árs 2021. Staðsetning núverandi varðturns þykir óheppileg eftir að sundlaugarsvæðið var stækkað með byggingu rennibrauta. 

Innlent
Fréttamynd

Nekt bönnuð í sánunni og sund­laugar­gestir ó­sáttir

Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. 

Innlent
Fréttamynd

Lauginni lokað eftir að lögn fór í sundur

Vatnslögn fór í sundur á Álftanesi í Garðabæ í dag með þeim afleiðingum að kalt vatn fór af hverfinu um klukkan ellefu. Gert er ráð fyrir að ekkert kalt vatn renni þar fram eftir degi. Leikskólum og sundlaug hverfisins hefur verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina

Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Fasta­gestur á ní­ræðis­aldri káfaði á konu í sundi

Karlmaður fæddur árið 1940 hefur verið sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni með því að káfa á konu í sundlaug á Vestfjörðum. Ákvörðun refsingar mannsins, sem er fastagestur í lauginni, var frestað og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Eldri borgarar mót­mæla gjald­töku

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál.

Innlent
Fréttamynd

Ólga í Öxarfirði vegna lokunar sund­laugar

Ólga er meðal íbúa í Öxarfirði og Kelduhverfi vegna þeirrar ákvörðunar byggðaráðs Norðurþings að loka sundlauginni í Lundi. Aðilar í ferðaþjónustu í héraðinu lýsa einnig megnri óánægju sinni. Sundlaugin er aðeins sjö kílómetra frá Ásbyrgi og hefur verið vinsæl meðal ferðafólks sem sækir heim náttúruperlur Jökulsárgljúfra.

Innlent
Fréttamynd

„Hver sofnaði á verðinum?“

Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar.

Innlent
Fréttamynd

Stúkan óviðgerðarhæf og jafn­vel hættu­leg

Sérfræðingar sem fengnir voru til þess að meta ástand stúkunnar við Laugardalslaug telja ekki líkur á að hún muni hrynja að svo stöddu. Annar þeirra segir þó ljóst að aldrei verði gert við umfangsmiklar skemmdir á stúkunni og meta þurfi hvort takmarka þurfi aðgang að henni vegna hættu.

Innlent
Fréttamynd

Opna í há­deginu vegna skorts á sumarstarfsfólki

Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Sundtískan

Mér finnst tíska svo frábær. Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Opna Laugardalslaug á ný

Laugardalslaug opnaði aftur í morgun eftir stutta lokun vegna viðgerða. Öryggisbilun hafði komið upp í laugarkeri í vikunni sem þýddi að tæma þurfti laugina.

Innlent
Fréttamynd

Sumargjafir

Það er gamall og góður siður að gefa börnum sumargjöf þegar vora tekur og dagana lengir. Þó hallað hafi undan þeim sið á undanförnum árum eru þó margir Íslendingar sem minnast sumargjafanna með hlýjum hug. Það er nefnilega fallegt að gefa.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðast ó­vænt til að tæma laugina

Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið.

Innlent
Fréttamynd

Óttast mikinn skaða sem seint yrði fyrirgefinn

Fastagestur Sundhallar Reykjavíkur segir að boðaðar viðgerðir á innilaug feli í sér „ófyrirgefanlegan skaða“ á hönnun Guðjóns Samúelssonar. Forstöðukona Sundhallarinnar skilur áhyggjur fastagesta en segir breytingarnar nauðsynlegar.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu af­skipti af barnaníðingi í Dalslaug

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hafði af­skipti af dæmd­um barn­aníðingi í Dals­laug í Úlfarsár­dal fyrr í dag. Maðurinn sótti laugina á skólatíma og var lögregla kölluð á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að fæla barnaníðing úr sund­lauginni

Skólastjórinn í Dalskóla í Úlfarsárdal hefur varað foreldra og forráðamenn barna í skólanum við dæmdum kynferðisbrotamanni sem leitar í Dalslaug á skólatíma. Hann spjalli reglulega við drengi í skólasundi. Allt kapp verði lagt á að fæla manninn frá sundlauginni.

Innlent