„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2024 21:18 Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. „Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
„Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti