Tímamót fyrir mannréttindi og loftslagsvána Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:00 Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar