Mætum á Austurvöll á morgun Sigmar Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 07:31 Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Alþingi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Sjá meira
Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar