Hvar eru kjarasamningar öryrkja? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:15 Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar