Heimspekingurinn Heiða Vigdís Sigfúsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:01 „Who do you think is stronger, Pippi Longstocking or Hercules?“ spyr bróðir minn „Ég veit það ekki,“ svara ég. „If you had to answer, what would you say?“ „Kannski Lína.“ „But Hercules could defeat a multi-headed monster.“ Bróðir minn reynir að fela brosið sem birtist á andlitinu. „Veistu, ég bara get ekki svarað þessu.“ „Oh, I see.“ Hann gengur í kringum bílinn minn sem ég hef lagt fyrir framan nýju íbúðina mína. „Why do you say ‘new’ if the apartment is old?“ spyr hann. „Ég veit það ekki.“ „If you had to answer, what would you say?“ „Getum við klárað að flytja dótið?“ „Sure.“ Auðvitað er íbúðin ekki ný, eins og bróðir minn bendir á. Blokkin var byggð á sjöunda áratugnum eins og blokkin þar sem hann býr. Það tekur mig fimmtíu sekúndur að rölta yfir götuna til hans. Út um eldhúsgluggann í íbúð bróður míns á fjórðu hæð er gott útsýni inn í stofuna mína. Hann segist aldrei fylgjast með mér. Mig grunar þó að mamma stelist til þess þegar hún fer í heimsókn til hans. Íbúð bróður míns er í eigu borgarinnar, mín er á blönduðum lánum. „Ætli það sé ekki hending,“ sagði pabbi einu sinni, „hvorum megin götunnar þið lentuð.“ Bróðir minn tekur seinasta pappakassann úr bílnum. Við leggjum búslóðina mína frá okkur á stigaganginn. Hann fer úr skónum. Hann hefur lært að svoleiðis eigi að gera. „But Heiða,“ segir hann og gengur inn, „don’t you think Pippi’s father should focus more on his daughter's upbringing than on being a pirate?“ „Ég veit það ekki,“ svara ég þreytulega. „Settu kassana inn í stofu,“ skipa ég. Hann gerir það. Fer því næst inn í svefnherbergið mitt. „Is it okay if I take a nap now?“ Hann fer úr úlpunni, „I am very tired after all the heavy lifting.“ Hann lokar svefnherbergisdyrunum á eftir sér. Ef ég ætti að greina bróður minn, myndi ég segja að hann væri heimspekingur. En þegar hann var fjögurra ára gamall merkti barnasálfræðingur hann með einhverfu. Tilvera okkar breyttist samstundis. Sama ár og ég leit alheiminn augum í fyrsta sinn var hann skráður sem frávik. Við ólumst upp í Vesturbænum. Ég var þrjátíu sekúndur að ganga í skólann. Bróðir minn prófaði alla grunnskóla í hverfinu. Hann lærði að að taka leið þrjú í Langholtsskóla. Ýtti á stopp-takkann þegar hann sá Hárgreiðslustofu Heiðu. Dag nokkurn tilkynnti bróðir minn heiminum: „I am a YouTuber,“ og breytti nafninu sínu í Blaze the Movie Fan. Það er hentugra fyrir YouTuber að tala ensku. Nógu lengi var hann búinn að reyna að gera sig skiljanlegan íslenskumælandi samfélagi. Hann er nefnilega útsjónasamur, notar internetið sem samgöngumáta þegar einsleitni eyjaskeggja þrengir að. Blaze the Movie Fan er með tæplega 23.000 fylgjendur. Ég stilli oft á stöðina hans. „Hey guys what up,“ segir hann og gagnrýnir kvikmyndir, fjallar um heimsóknir á Árbæjarsafnið og gerir teiknimyndaþætti um Pokémon. Ég gagnrýni bækur á Goodreads, fjalla um heimsóknir til erlendra landa í útvarpinu og skrifa skáldskap um skvísur. Í barnæsku las mamma Pokémon-bækur fyrir okkur, hún las líka Ég heiti Blíðfinnur - þú mátt kalla mig Bóbó og Harry Potter-bækurnar. Ég man eftir Harry Potter og leitinni að viskusteininum eins og ég hefði verið persóna í sögunni. Ég man hve ömurlegt Harry hafði það í upphafi. Hann var talinn skrítinn. Harry var frávik í muggaheimum (muggar er fólk sem er ekki gætt göldrum, munið þið?). Einu sinni fór Harry í dýragarð með muggafjölskyldunni sinni, munið þið? Hann átti í samtali við snák og lét glerið á snákabúrinu hverfa í örskotsstundu. Snákurinn slapp út. Muggarnir misstu vitið. Þeir hlupu í hringi eins og bavíanar, öskruðu úr sér lungun. Harry fylgdist rólegur með. Meira að segja fjölskyldan hans Harrys vissi ekki hvernig hún ætti að haga sér í kringum hann. Harry vakti upp ótta hjá þeim. Þess vegna lokuðu þau hann inni í agnarsmáu herbergi undir stiganum heima hjá sér. Dag nokkurn komst Harry Potter að því að það sem greindi hann frá öðrum voru galdrar. Á augabragði umbreyttist tilvera hans. Harry var gerð grein fyrir því að þau persónueinkenni sem muggarnir litu á sem galla sáu aðrir sem galdra. Harry var frávik. Hann var galdramaður. „So Heiða,“ spyr Blaze the Movie Fan þegar hann vaknar eftir blundinn. „Hvað?“ segi ég. „What do you think was worse, the Holocaust or slavery in 3000 BC Egypt?” „Þú spyrð alltaf svo krefjandi spurninga.“ „Why do you think that?“ „Ég veit það ekki.“ Svo segi ég, „well, if i had to answer…“ Og ég velti því fyrir mér. Ég velti fyrir mér hvers vegna Langsokkur skipstjóri ákvað að verja lífi sínu sem sjóræningi og skilja dóttur sína eina eftir í Svíþjóð. Ég velti líka fyrir mér hvort Lína gæti unnið Herkúles í sjómanni eða lyft blokkinni minni upp þannig að hún væri aðeins nær sólu. Þá myndi ég synda í skýjunum, maka á mig sólarvörn númer fimmtíu og klappa stjörnunum á nóttunni. Ég húkka mér far með bróður mínum, reyni að komast fram hjá þeim takmörkunum sem samfélagið og ég höfum byggt upp í hugmyndaheimi heimi mínum og gef mig á vald galdranna. Ég er viss um að í stóra samhenginu sé gatan, sem skilur blokk bróður míns frá minni, eins og dauft blýantsstrik. Birt á alþjóðlegum degi einhverfu með leyfi bróður míns. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Einhverfa Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Who do you think is stronger, Pippi Longstocking or Hercules?“ spyr bróðir minn „Ég veit það ekki,“ svara ég. „If you had to answer, what would you say?“ „Kannski Lína.“ „But Hercules could defeat a multi-headed monster.“ Bróðir minn reynir að fela brosið sem birtist á andlitinu. „Veistu, ég bara get ekki svarað þessu.“ „Oh, I see.“ Hann gengur í kringum bílinn minn sem ég hef lagt fyrir framan nýju íbúðina mína. „Why do you say ‘new’ if the apartment is old?“ spyr hann. „Ég veit það ekki.“ „If you had to answer, what would you say?“ „Getum við klárað að flytja dótið?“ „Sure.“ Auðvitað er íbúðin ekki ný, eins og bróðir minn bendir á. Blokkin var byggð á sjöunda áratugnum eins og blokkin þar sem hann býr. Það tekur mig fimmtíu sekúndur að rölta yfir götuna til hans. Út um eldhúsgluggann í íbúð bróður míns á fjórðu hæð er gott útsýni inn í stofuna mína. Hann segist aldrei fylgjast með mér. Mig grunar þó að mamma stelist til þess þegar hún fer í heimsókn til hans. Íbúð bróður míns er í eigu borgarinnar, mín er á blönduðum lánum. „Ætli það sé ekki hending,“ sagði pabbi einu sinni, „hvorum megin götunnar þið lentuð.“ Bróðir minn tekur seinasta pappakassann úr bílnum. Við leggjum búslóðina mína frá okkur á stigaganginn. Hann fer úr skónum. Hann hefur lært að svoleiðis eigi að gera. „But Heiða,“ segir hann og gengur inn, „don’t you think Pippi’s father should focus more on his daughter's upbringing than on being a pirate?“ „Ég veit það ekki,“ svara ég þreytulega. „Settu kassana inn í stofu,“ skipa ég. Hann gerir það. Fer því næst inn í svefnherbergið mitt. „Is it okay if I take a nap now?“ Hann fer úr úlpunni, „I am very tired after all the heavy lifting.“ Hann lokar svefnherbergisdyrunum á eftir sér. Ef ég ætti að greina bróður minn, myndi ég segja að hann væri heimspekingur. En þegar hann var fjögurra ára gamall merkti barnasálfræðingur hann með einhverfu. Tilvera okkar breyttist samstundis. Sama ár og ég leit alheiminn augum í fyrsta sinn var hann skráður sem frávik. Við ólumst upp í Vesturbænum. Ég var þrjátíu sekúndur að ganga í skólann. Bróðir minn prófaði alla grunnskóla í hverfinu. Hann lærði að að taka leið þrjú í Langholtsskóla. Ýtti á stopp-takkann þegar hann sá Hárgreiðslustofu Heiðu. Dag nokkurn tilkynnti bróðir minn heiminum: „I am a YouTuber,“ og breytti nafninu sínu í Blaze the Movie Fan. Það er hentugra fyrir YouTuber að tala ensku. Nógu lengi var hann búinn að reyna að gera sig skiljanlegan íslenskumælandi samfélagi. Hann er nefnilega útsjónasamur, notar internetið sem samgöngumáta þegar einsleitni eyjaskeggja þrengir að. Blaze the Movie Fan er með tæplega 23.000 fylgjendur. Ég stilli oft á stöðina hans. „Hey guys what up,“ segir hann og gagnrýnir kvikmyndir, fjallar um heimsóknir á Árbæjarsafnið og gerir teiknimyndaþætti um Pokémon. Ég gagnrýni bækur á Goodreads, fjalla um heimsóknir til erlendra landa í útvarpinu og skrifa skáldskap um skvísur. Í barnæsku las mamma Pokémon-bækur fyrir okkur, hún las líka Ég heiti Blíðfinnur - þú mátt kalla mig Bóbó og Harry Potter-bækurnar. Ég man eftir Harry Potter og leitinni að viskusteininum eins og ég hefði verið persóna í sögunni. Ég man hve ömurlegt Harry hafði það í upphafi. Hann var talinn skrítinn. Harry var frávik í muggaheimum (muggar er fólk sem er ekki gætt göldrum, munið þið?). Einu sinni fór Harry í dýragarð með muggafjölskyldunni sinni, munið þið? Hann átti í samtali við snák og lét glerið á snákabúrinu hverfa í örskotsstundu. Snákurinn slapp út. Muggarnir misstu vitið. Þeir hlupu í hringi eins og bavíanar, öskruðu úr sér lungun. Harry fylgdist rólegur með. Meira að segja fjölskyldan hans Harrys vissi ekki hvernig hún ætti að haga sér í kringum hann. Harry vakti upp ótta hjá þeim. Þess vegna lokuðu þau hann inni í agnarsmáu herbergi undir stiganum heima hjá sér. Dag nokkurn komst Harry Potter að því að það sem greindi hann frá öðrum voru galdrar. Á augabragði umbreyttist tilvera hans. Harry var gerð grein fyrir því að þau persónueinkenni sem muggarnir litu á sem galla sáu aðrir sem galdra. Harry var frávik. Hann var galdramaður. „So Heiða,“ spyr Blaze the Movie Fan þegar hann vaknar eftir blundinn. „Hvað?“ segi ég. „What do you think was worse, the Holocaust or slavery in 3000 BC Egypt?” „Þú spyrð alltaf svo krefjandi spurninga.“ „Why do you think that?“ „Ég veit það ekki.“ Svo segi ég, „well, if i had to answer…“ Og ég velti því fyrir mér. Ég velti fyrir mér hvers vegna Langsokkur skipstjóri ákvað að verja lífi sínu sem sjóræningi og skilja dóttur sína eina eftir í Svíþjóð. Ég velti líka fyrir mér hvort Lína gæti unnið Herkúles í sjómanni eða lyft blokkinni minni upp þannig að hún væri aðeins nær sólu. Þá myndi ég synda í skýjunum, maka á mig sólarvörn númer fimmtíu og klappa stjörnunum á nóttunni. Ég húkka mér far með bróður mínum, reyni að komast fram hjá þeim takmörkunum sem samfélagið og ég höfum byggt upp í hugmyndaheimi heimi mínum og gef mig á vald galdranna. Ég er viss um að í stóra samhenginu sé gatan, sem skilur blokk bróður míns frá minni, eins og dauft blýantsstrik. Birt á alþjóðlegum degi einhverfu með leyfi bróður míns. Höfundur er rithöfundur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun