Engin námslán fyrir fátækt fólk Gísli Laufeyjarson Höskuldsson skrifar 27. mars 2024 09:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun