Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 16. mars 2024 11:01 Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun