Ábyrgð BNA á þjóðarmorðinu á Gaza Andrés Skúlason, Steinar Harðarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Pétur Heimisson skrifa 8. mars 2024 07:02 Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Framganga stjórnvalda í Bandaríkjunum (BNA), sem ítrekað hafa beitt neitunarvaldi innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlausa stöðvun árása á Gasa, er forkastanleg og ber skilyrðislaust að fordæma. Sagan Í 75 ár hafa stjórnvöld í BNA með fjárframlögum og vopnasendingum stutt dyggilega við árásar- og útþenslustefnu Ísraelsríkis. Aðgerðir Ísraelsríkis á þessum tíma hafa einkennst af kúgun, landránum og aðskilnaðarstefnu sem leitt hafa ólýsanlegar hörmungar yfir Palestínumenn. Allar tilraunir SÞ í áranna rás til að koma á friði á svæðinu hafa stjórnvöld í BNA að engu gert með því að beita miskunnarlaust áhrifum sínum innan Sameinuðu þjóðanna. Undirritaðir telja löngu tímabært að lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvalda í BNA, til jafns við stjórnvöld í Ísrael, vegna ástandsins á Gasa. Tugþúsundir hafa fallið í þessu árásarstríði sem umbreyst hefur yfir í hreint þjóðarmorð svo engum vafa er undirorpið . Af þeim gríðarlega fjölda almennra borgara á Gasa sem látið hafa lífið eru karlar í minnihluta, flest látinna eru konur og sú skelfilega staðreynd liggur fyrir að 14.000 börn hafa fylgt þeim í gröfina. Með slíkum grimmdarverkum er verið að kynda undir hatri sem mun lifa með komandi kynslóðum með ófyrirséðum afleiðingum og um leið er stóraukin hætta á stigmögnun hryðjuverka á næstu misserum. Stjórnvöld í BNA, sem sumir kalla bandamenn Íslands með NATO í fylkingarbrjósti, hefur raunverulega ein þjóða í heimi stöðu og vald til að stöðva stjórnvöld í Ísrael í því fjöldamorði sem á sér nú stað á Gasa. Vinur er sá er til vamms segir. Yfirlýsingar varaforseta Bandaríkjanna hafa ekkert gildi þessa dagana þegar BNA neitar á sama tíma að hætta að afhenda Ísraelsher vopn í drápsvélar sínar sem syngja á Gasa sem aldrei fyrr. Það er hámark fáránleikans að horfa upp á stjórnvöld í BNA styðja árásarstríð Ísraela með vopnasendingum og fjárframlögum á sama tíma og þeir varpa hjálpargögnum af sýndarmennsku einni til íbúa sem Ísraelsher er nú að svelta til dauða. Ofan á hungursneyðina hikar Ísraelsher auk þess ekki við að skjóta á fólkið sem sækir í neyð sinni í matarsendingarnar og lengra nær nú ómennskan varla. Mennskan gjaldþrota Í raun hafa hin svokölluðu „vestrænu lýðræðisríki“ fallið á prófi mennskunnar vegna ástandsins í Palestínu. Fallið á prófi mannúðar, á prófi samhygðar, á prófi mannréttinda og mennskan virðist gjaldþrota. Viðbrögðin, eða fremur skortur á viðbrögðum, undirstrikar tvískinnung hinna vestrænu ríkja undir forystu Bandaríkjanna. Viðbrögðin undirstrika jafnframt hræsni NATO sem lúta forystu BNA nú sem endranær. Það er í raun óskiljanlegt hvernig ríki Evrópu, sem hafa talið sig vöggu lýðræðis og mannréttinda geta horft upp á atburðina á Gasa án þess að bregðast við, ríkjasamband sem m.a. hefur mótað Mannréttindasáttmála Evrópu. Minningin um þjóðarmorð á Gyðingum í Þýskalandi og víðar undir stjórn Nasista gleymist ekki og hefur verið áminning til alþjóðasamfélagsins um hvert skipbrot mennskunnar getur leitt. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu munu fá sama dóm sögunnar ef alþjóðasamfélagið bregst ekki við og beitir öllum mætti sínum til að stöðva yfirstandandi stríðsglæpi og þjóðarmorð á Gasa. Því þurfa stjórnvöld heims að ávarpa ábyrgð bandarískra stjórnvalda í því sem á sér stað á Gaza. Friðarstefnan lifi Aðeins öflug og einlæg friðarstefna getur stuðlað að friði milli þjóða, að ágreinigsefni verði leyst með samtali, ekki vopnavaldi og útþenslustefnu stærstu hervelda heims. Friðarstefnan er einn af hornsteinum Vinstri heyfingarinnar græns framboðs hér eftir sem hingað til. Það er eina stefnan í samskiptum þjóða sem er samboðin þeim sem vilja réttlæti, frið og virðingu til handa öllum sem á móður jörð búa og tilheyra einu kyni, mannkyni. Höfundar eiga sæti í stjórn VG.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun