Vandi fylgir vegsemd hverri: Biskupsforval í höndum fámennrar stéttar Skúli S. Ólafsson skrifar 7. mars 2024 10:30 Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun