Má ég kveðja á eigin forsendum? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:00 Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Dánaraðstoð Heilbrigðismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er rosalega einfalt: Við bara bönnum það sem er hættulegt og leyfum það sem er öruggt. Störf alþingismanna væru mjög auðveld ef þetta væri raunin. En ef bannstefnan virkar, hvers vegna deyja þá margir tugir einstaklinga á ári, fyrir aldur fram, vegna vímuefnaneyslu? Þvert á móti hef ég hitt marga notendur vímuefna sem óttast að leita sér aðstoðar einmitt vegna þess að neysla er bönnuð. Bannstefnan veldur meiri skaða en bótum. Í mínum huga er frelsið ekki bara undirstaða samfélagsins okkar. Það er líka skaðaminnkandi, og einfaldar líf fólks. En til þess að ýta undir frelsi þurfum við að byggja traust á milli þings og þjóðar. Það er ekki bara gert með því að þjóðin byrji að treysta þingmönnum heldur verða þingmenn að geta treyst þjóðinni. Þeir þurfa að geta treyst fólki til taka ákvarðanir um eigið líf og til að bera ábyrgð á þeim ákvörðunum. Aukin forræðishyggja er til þess fallin að veikja traustið. Það eru almannahagsmunir fólgnir í því að setja frelsið á dagskrá. Spyrjum ekki að leikslokum hvers vegna frelsið varð afgangs og furðum okkur á því hvers vegna flokkar sem kenna sig við frelsi taka það ekki upp. Við þurfum einfaldlega að þora. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp fyrir Alþingi sem snýr að lögleiðingu dánaraðstoðar. Mál þetta er til jafns frelsismál og mannúðarmál. Svo ég stikli á stóru þá snýst dánaraðstoð um rétt sjúklings til að óska eftir því að fá að kveðja þennan heim á eigin forsendum. Í frumvarpinu er lagt til að sjúklingur sem óskar eftir dánaraðstoð skal vera lögráða og sjálfráða, þannig á sig kominn andlega að vera fær um að taka ákvörðun um að óska dánaraðstoðar, með ólæknandi sjúkdóm og upplifir ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Jafnframt er mikilvægt að benda á að enginn læknir verður tilneyddur til að veita dánaraðstoð stríði það gegn hans sannfæringu. Hins vegar er ljóst að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks í garð dánaraðstoðar hefur orðið mun jákvæðara en áður var. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 kemur fram að 56% lækna, 86% hjúkrunarfræðinga og 81% sjúkraliða eru alfarið, mjög eða frekar hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi. Árið 2010 voru einungis 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga hlynnt dánaraðstoð. Um er að ræða mikilvægt frelsis- og mannúðarmál sem er mikilvægt að þingið taki afstöðu til. Löggjafinn hefur það hlutverk að þjónusta fólkið í landinu og jafnframt er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum. Það er mikilvægt að við fáum að lokum að kveðja á eigin forsendum og því tel ég nauðsynlegt að frumvarpið fái fram að ganga. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar