Við erum að kalla þig út, kall! Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. mars 2024 09:31 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun