Fyrirmyndir stækka framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar Daðason skrifa 1. mars 2024 08:01 Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ásmundur Einar Daðason Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun