Vonin við enda regnbogans Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 28. febrúar 2024 19:01 Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Daníel E. Arnarsson Hinsegin Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf. Í vísi að nýrri heildarstefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga, sem kynnt var í síðustu viku, er tekið sérstaklega fram að stjórnvöld vilji taka á móti hinsegin fólki sem leitar alþjóðlegrar verndar. Á nákvæmlega sama tíma standa tugir hinsegin fólks frá Venesúela, sem komu til Íslands í góðri trú um að þeim yrði veitt viðbótarvernd vegna fyrri ákvörðunar stjórnvalda, frammi fyrir því að þeim verði vísað brott. Markaðssetning Íslands sem fyrirmyndarríkis fyrir mannréttindi hafði m.a. þau áhrif að hinsegin fólk flúði Venesúela í stórum stíl þegar íslensk stjórnvöld tilkynntu um viðbótarvernd til handa venesúelskum ríkisborgurum. Staða hinsegin fólks í Venesúela er þannig að það er mörgum félagslega ómögulegt að koma út úr skápnum og mörg eygðu því tækifæri til að búa í fyrsta sinn við frelsi frá ofbeldi og mismunun. Fólkið sem sækir stuðningsfundi og ráðgjöf hjá okkur í Samtökunum ‘78 er margt að segja frá kynhneigð sinni í fyrsta skipti. Pör sem hafa verið saman í árafjöld haldast í fyrsta sinn í hendur innan um annað fólk, segja í fyrsta skipti upphátt frá sambandi sínu í hópi jafningja. Eftir að ríkisstjórnin tilkynnti þeim einstaklingum sem komu hingað frá Venesúela að sú sjálfkrafa viðbótarvernd sem þau áttu von á áður væri ekki lengur til staðar hefur starfsfólk Samtakanna ‘78 þurft að hafa hraðar hendur við að kortleggja hvert öll eru komin í ferlinu og bregðast við öllum málum á einstaklingsgrundvelli. Þegar þessi texti er skrifaður þá eru að minnsta kosti átta manneskjur sem hafa fengið neitun um vernd. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera búin að festa hér rætur - enda höfðu þau ekki forsendur til annars en að ætla að þau fengju hér skjól. Fólk hefur jafnvel sagt frá kynhneigð sinni eða kynvitund á samfélagsmiðlum, með þeim afleiðingum að þau eiga ekki afturkvæmt til fjölskyldna sinna. Það er ómannúðlegt að gefa fólki von til þess eins að hrifsa hana af því. Við hvetjum stjórnvöld til þess að gera það eina rétta í stöðunni: Veitið því fólki sem nú þegar er komið frá Venesúela dvalarleyfi á Íslandi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri Samtakanna ‘78 Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun