Glitrandi skátastarf í frístundaheimilinu Guluhlíð Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:00 Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun. Frá upphafi síðasta sumars hafa Skátarnir og frístundaheimilið Gulahlíð staðið fyrir vikuleigu skátastarfi við frístundaheimili Guluhlíðar sem er vel staðsett til upplifunar og útilífs. Börnin sem eru í Guluhlíð eru öll með sérstakar og oft á tíðum flóknar stuðningsþarfir og því getur reynst erfiðara fyrir þennan hóp að sækja æskulýðsstarf sem miðar að þeirra þörfum. Á vikulegum skátafundum átta börnin sig fljótt á því þegar að skátafundur er að hefjast því allir fá þá skátaklút og ákveðin tónlist fer í gang og það er táknræna umgjörðin sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi. Lykilatriði að gleði og þátttöku barnanna er einstakt starfsfólk Guluhlíðar sem tekur skátafundunum fagnandi. Í upphafi voru börnin óviss hvað væri að fara að gerast en í dag eru þau til í að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem skátastarfið hefur uppá að bjóða, enda eru viðfangsefnin sem boðið er uppá: ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi, aðgengileg (ÆSKA). Skátarnir hafa m.a. slegið upp tjaldbúðum bæði að sumri og vetri, poppað og eldað mat yfir eldi, kannað náttúruna í gegnum ratleiki, skynjunarleiki, náttúrubingó og leiki. Dagurinn í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og mörg börnin í Guluhlíð tilheyra þeim hópi og munu skátarnir skína sérstaklega skært í tilefni dagsins. Höfundur er sérkennari og sveitarforingi skátastarfsins í Guluhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun. Frá upphafi síðasta sumars hafa Skátarnir og frístundaheimilið Gulahlíð staðið fyrir vikuleigu skátastarfi við frístundaheimili Guluhlíðar sem er vel staðsett til upplifunar og útilífs. Börnin sem eru í Guluhlíð eru öll með sérstakar og oft á tíðum flóknar stuðningsþarfir og því getur reynst erfiðara fyrir þennan hóp að sækja æskulýðsstarf sem miðar að þeirra þörfum. Á vikulegum skátafundum átta börnin sig fljótt á því þegar að skátafundur er að hefjast því allir fá þá skátaklút og ákveðin tónlist fer í gang og það er táknræna umgjörðin sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi. Lykilatriði að gleði og þátttöku barnanna er einstakt starfsfólk Guluhlíðar sem tekur skátafundunum fagnandi. Í upphafi voru börnin óviss hvað væri að fara að gerast en í dag eru þau til í að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem skátastarfið hefur uppá að bjóða, enda eru viðfangsefnin sem boðið er uppá: ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi, aðgengileg (ÆSKA). Skátarnir hafa m.a. slegið upp tjaldbúðum bæði að sumri og vetri, poppað og eldað mat yfir eldi, kannað náttúruna í gegnum ratleiki, skynjunarleiki, náttúrubingó og leiki. Dagurinn í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og mörg börnin í Guluhlíð tilheyra þeim hópi og munu skátarnir skína sérstaklega skært í tilefni dagsins. Höfundur er sérkennari og sveitarforingi skátastarfsins í Guluhlíð.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar