Glitrandi skátastarf í frístundaheimilinu Guluhlíð Helga Þórey Júlíudóttir skrifar 29. febrúar 2024 07:00 Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun. Frá upphafi síðasta sumars hafa Skátarnir og frístundaheimilið Gulahlíð staðið fyrir vikuleigu skátastarfi við frístundaheimili Guluhlíðar sem er vel staðsett til upplifunar og útilífs. Börnin sem eru í Guluhlíð eru öll með sérstakar og oft á tíðum flóknar stuðningsþarfir og því getur reynst erfiðara fyrir þennan hóp að sækja æskulýðsstarf sem miðar að þeirra þörfum. Á vikulegum skátafundum átta börnin sig fljótt á því þegar að skátafundur er að hefjast því allir fá þá skátaklút og ákveðin tónlist fer í gang og það er táknræna umgjörðin sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi. Lykilatriði að gleði og þátttöku barnanna er einstakt starfsfólk Guluhlíðar sem tekur skátafundunum fagnandi. Í upphafi voru börnin óviss hvað væri að fara að gerast en í dag eru þau til í að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem skátastarfið hefur uppá að bjóða, enda eru viðfangsefnin sem boðið er uppá: ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi, aðgengileg (ÆSKA). Skátarnir hafa m.a. slegið upp tjaldbúðum bæði að sumri og vetri, poppað og eldað mat yfir eldi, kannað náttúruna í gegnum ratleiki, skynjunarleiki, náttúrubingó og leiki. Dagurinn í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og mörg börnin í Guluhlíð tilheyra þeim hópi og munu skátarnir skína sérstaklega skært í tilefni dagsins. Höfundur er sérkennari og sveitarforingi skátastarfsins í Guluhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skátar Börn og uppeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun. Frá upphafi síðasta sumars hafa Skátarnir og frístundaheimilið Gulahlíð staðið fyrir vikuleigu skátastarfi við frístundaheimili Guluhlíðar sem er vel staðsett til upplifunar og útilífs. Börnin sem eru í Guluhlíð eru öll með sérstakar og oft á tíðum flóknar stuðningsþarfir og því getur reynst erfiðara fyrir þennan hóp að sækja æskulýðsstarf sem miðar að þeirra þörfum. Á vikulegum skátafundum átta börnin sig fljótt á því þegar að skátafundur er að hefjast því allir fá þá skátaklút og ákveðin tónlist fer í gang og það er táknræna umgjörðin sem gerir skátastarf skemmtilegt og spennandi. Lykilatriði að gleði og þátttöku barnanna er einstakt starfsfólk Guluhlíðar sem tekur skátafundunum fagnandi. Í upphafi voru börnin óviss hvað væri að fara að gerast en í dag eru þau til í að taka þátt í öllum þeim ævintýrum sem skátastarfið hefur uppá að bjóða, enda eru viðfangsefnin sem boðið er uppá: ævintýraleg, skemmtileg, krefjandi, aðgengileg (ÆSKA). Skátarnir hafa m.a. slegið upp tjaldbúðum bæði að sumri og vetri, poppað og eldað mat yfir eldi, kannað náttúruna í gegnum ratleiki, skynjunarleiki, náttúrubingó og leiki. Dagurinn í dag er dagur sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna og mörg börnin í Guluhlíð tilheyra þeim hópi og munu skátarnir skína sérstaklega skært í tilefni dagsins. Höfundur er sérkennari og sveitarforingi skátastarfsins í Guluhlíð.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar