Þegar óttinn ræður för Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen skrifa 25. febrúar 2024 10:30 Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Halldóra Mogensen Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta. Það er nauðsynlegt að geta borið kennsl á fordómana innra með okkur þegar þeir koma fram. Við getum séð fordómana og skilið hvaðan þeir koma en við megum ekki láta þá ráða hegðun okkar. Tilvist fordóma þýðir ekki að þeir séu réttir eða gagnlegir. Öll erum við manneskjur Flóttafólk og hælisleitendur eru bara fólk. Fólk með tilfinningar, vonir og drauma. Fólk sem elskar og er elskað. Manneskjur úr holdi og blóði að flýja þjáningu, ofsóknir og stríð sem þráir það eitt að lifa lífinu við starf og leik, hlúa að börnum sínum og tryggja þeim örugga framtíð. Fyrir flesta á Íslandi var þetta einföld staðreynd þegar við tókum á móti fólki á flótta frá stríðinu í Úkraínu. Fólki frá Evrópu sem hefur útlit sem ekki er ólíkt því sem telst vera íslenskt útlit. Við sjáum að þau eru bara fólk eins og við og bjóðum þau velkomin til þess að taka þátt í samfélaginu okkar. En mörgum reynist erfiðara að átta sig á þessum einfalda sannleik gagnvart flóttafólki sem kemur frá menningarheimum sem þykja framandi þeim íslenska. Eða gagnvart fólki sem lítur öðruvísi út en meirihluti Íslendinga. Ætla má að sú staðreynd eigi þátt í þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nýlega hefur orðið gagnvart móttöku fólks á flótta. Draumur okkar allra Þó að það sé vissulega þannig að menning fólks frá Gaza kunni að virka framandi okkar og þótt það líti öðruvísi út en meirihluti Íslendinga þá er fólkið þaðan bara fólk eins og við. Best er að viðurkenna þá staðreynd svo það heppnist vel að taka á móti þeim, í stað þess að leyfa fordómum að stjórna viðbrögðum við komu þeirra. Grunnþörf okkar allra, hvaðan sem við erum í heiminum, hvaða guð sem við tilbiðjum eða tungumál sem við tölum, grunnþörfin frá fyrsta andardrætti á þessari jörðu er tengsl og ást; að tilheyra. Draumar okkar allra snúast að mestu leyti um hvernig við uppfyllum þessa þörf. Það er engin manneskja sem hefur þann draum að vera byrði á samfélagi. Við fáum það sem við gefum. Með því að leyfa taumlausum fordómum að ráða för nærum við ótta sem leiðir af sér hatur, reiði og aftengingu við hjartað. Þær manneskjur sem mæta þessum fordómum eru líklegri til að bregðast við á sama máta. Alveg eins og þegar ókunnug manneskja gengur framhjá þér brosandi og þú ósjálfrátt brosir til baka. Á móti kemur að hatur og ótti býr til hatur og ótta. Ofbeldi leiðir af sér meira ofbeldi. Ef við fáum tækifæri til að blómstra í samfélagi lyftum við samfélaginu upp með okkur. Ef við upplifum okkur velkomin og metin að verðleikum, ef okkur er tryggð rödd, tækifæri til tengslamyndunar og líf okkar öðlast tilgang, ef við fáum að tilheyra samfélagi berum við virðingu fyrir því sama samfélagi, við viljum því gott og gefum til baka. Við getum ekki fleygt fólki og börnum í neyð á götuna eða læst þau inni í fangabúðum án þess að grafa undan okkar eigin gildum sem samfélagi. Þannig eyðileggjum við sjálf það sem við óttumst að ókunnugir eyðileggi. Við verðum sjálf okkar versti óvinur. Höfundar eru þingkonur fyrir flokk Pírata á Alþingi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun