Mannréttindi eru kjarni jafnaðarstefnunnar Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 16. febrúar 2024 15:00 Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Innflytjendamál Samfylkingin Mannréttindi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin er flokkur jafnaðarfólks, sósíaldemókrata. Við trúum á jöfn tækifæri, öfluga samtryggingu samhliða öflugu atvinnulífi, og pólitík þar sem almannahagsmunir eru settir ofar sérhagsmunum hinna ríku. Það sem einnig einkennir jafnaðarstefnuna er að við erum alltaf meðvituð um að ofuráhersla á stóru myndina getur valdið því að jaðarsettir hópar fólks færast lengra út á jaðarinn. Þess vegna eru mannréttindi einn kjarni jafnaðarstefnu og órjúfanlegur hluti hennar. Jafnaðarfólk berst fyrir samfélagi þar sem allir hópar þess fá að tilheyra og þar sem engum er haldið niðri af kerfinu, hvort sem það er eignalítið fólk, fólk sem treystir á lífeyri, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk eða hinsegin fólk. Við vitum að við höfum öll rétt á því að búa við mannlega reisn. Um það snýst okkar pólitík. Við skulum einnig gera okkur grein fyrir því að lífsskilyrði fólks — og þar með tækifæri — geta mótast af opinberri umræðu um hagi þeirra. Orðræða stjórnmálafólks undanfarið um fólk sem sækir um alþjóðlega vernd, þann hóp samfélagsins okkar sem er í viðkvæmustu stöðunni, hefur undanfarið færst til. Skyndilega er orðið viðtekið að stilla fólki sem flýr hörmungar upp sem einhverskonar ógn við kerfin okkar, þar sem landamæri eru sett í samhengi við velferðarsamfélagið. Höfum það á hreinu að landamæri Íslands eru lokuð öllum utan Schengen-svæðisins sem hér vilja setjast að. Undantekningin á því er þegar kemur að fólki sem hefur svo sannarlega rétt á að leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Alþjóðasamfélagið kom sér saman um, í kjölfar hryllings seinni heimsstyrjaldar, að bjarga fólki sem sætir ofsóknum og ofbeldi í heimalandi sínu. Um þetta kerfi verðum við að standa vörð. Allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda, sérstaklega á tímum þegar fullkomið neyðarástand ríkir vegna þjóðernishreinsana Ísraels á Gaza, er óábyrgt og ekki í anda jafnaðarfólks. Raunar gengur það gegn jafnaðarstefnunni. Innviðir samfélagsins okkar hafa löngum verið fjársveltir. Langvarandi vanfjármögnun og einkavæðing veikir stoðir kerfanna okkar, sem hafa þ.a.l. ekki verið í stakk búin til þess að takast á við veldisvöxt ferðamanna og aukinn fólksfjölda undanfarinna ára. En hér er lykilatriðið: Stjórnmálamenn bera þá ábyrgð, ekki fólkið sem kemur hingað til að setjast að og byggja sér líf. Innflytjendur, hvernig sem þeir koma til landsins, eru hryggjarstykkið í íslensku samfélagi og atvinnulífið treystir á krafta þeirra. Fjölmenning er einfaldlega staðreynd á Íslandi og henni fylgja ótalmörg tækifæri samhliða áskorunum. Samfylkingin á að tala fyrir mannúð og mannréttindum samhliða þeim kerfisbreytingum sem þarf að ráðast í eftir langan vetur hægristefnu. Förum aftur í kjarnann. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og doktorsnemi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun