Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið.
Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters.
Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota.
Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs.
Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár.