Óþarfa sóun úr sameiginlegum sjóðum? Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir: „Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“ Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert. Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla. Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis. Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með: Fyrri fyrirspurn Seinni fyrirspurn Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa skrifaði um margt áhugaverð grein í tilefni Viðskiptaþings 2024. Það er fullt tilefni til að taka undir margt sem fram kemur í þeirri grein og ég hjó sérstaklega eftir þeim kafla er fjallaði um þær miklu fjárhæðir sem ríkið greiðir árlega í leigu á húsnæði. Ég ætla að leyfa mér að vitna beint í grein Söru Lindar, forstjóra Ríkiskaupa, en þar segir: „Árið 2023 keypti ríkið vörur, þjónustu og framkvæmdir fyrir ríma 260 milljarða og greiddi um 27 milljarða í leigu á húsnæði. Það er því eftir miklu að slægjast við að taka stjórn á þessum fjármunum og ráðstafa þeim með eins skynsamlegum hætti og frekast er unnt. Það er ekki einungis sjálfsögð krafa að farið sé vel með skattfé heldur getur aukið aðhald á þessu sviði skilað gríðarlegum fjármunum til samfélagsins, fjármunum sem nýta má þá til áframhaldandi styrkingar og uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum þess samfélags sem við viljum búa í.“ Þarna má segja að forstjórinn hafi hitt naglann á höfuðið eins og sagt er. Það er öllum, að minnsta kosti okkur flestum, augljóst að þarna sé svigrúm til að fara betur með okkar sameiginlegu sjóði og hef ég meðal annars lagt fram þingsályktun hvað þetta varðar sem myndi lækka þennan árlega kostnað umtalsvert. Hugmyndafræði klasasamstarfs getur nýst Umrædda þingsályktunartillögu hef ég lagt fram síðastliðin þrjú þing, en hún fjallar um það hvernig nýta megi hugmyndafræði klasasamstarfs til að efla samvinnu opinberra fyrirtækja og stofnana og stuðla þannig að hagræðingu. Þar erum við að tala um uppbyggingu opinbers klasa sem myndi tryggja hagræðingu í ríkisrekstri og bæta skipulag á mörgum sviðum. Því til viðbótar getur opinbert klasasamstarf má nefna aukna framleiðni og nýsköpun sem leiðir til aukinnar verðmætasköpunar öllum til heilla. Hér má sjá fyrir sér 5.000–6.000 m2 skrifstofuhúsnæði þar sem ynnu 250–300 starfsmenn nokkurra lítilla opinberra fyrirtækja og stofnana. Þetta er ekki meitlað í stein, en með slíkri útfærslu mætti þó ná fram hagræðingu með þeim samlegðaráhrifum sem yrðu í rekstri þeirra fyrirtækja og stofnana sem þar yrðu. Þar má nefna alveg sérstaklega sameiginlegan rekstur tölvukerfa, móttöku, mötuneytis, húsnæðis og svo framvegis. Lægstbjóðendur verða undir af óljósum ástæðum Ég hef heyrt það víða að þegar ríkið hefur auglýst eftir leiguhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir sé ekki alltaf samið við lægstbjóðendur. Þetta var tilefni fyrirspurnar til fjármála- og efnahagsráðherra á síðasta þingi þar sem meðal annars var óskað eftir yfirlit yfir það hversu oft á síðustu tíu árum ríkið hafi gert samninga við aðra en lægstbjóðendur sundurliðað eftir árum, tilvikum og röksemdum fyrir því hvers vegna ekki hafi verið samið við lægstbjóðanda. Svarið staðfesti það að í tíu tilfellum hafi ekki verið samið við lægstbjóðanda og ástæðurnar voru einu sinni nálægð við samstarfsaðila en níu sinnum hafi lægstbjóðandi ekki staðist kröfur húslýsingar. Gott og vel, fyrir því kunna að vera málefnalegar ástæður en röksemdirnar eru við fyrstu sýn ansi þunnar þegar við berum saman við meðferð á opinberu fé. Svarið var því tilefni síðari fyrirspurnar minnar um hið sama mál þar sem ég óskaði eftir frekari skýringum á því hvaða kröfur það voru nákvæmlega sem lægstbjóðendur hefðu ekki uppfyllt ásamt upphæð lægstbjóðanda og þess tilboðs sem var tekið. Þeirri fyrirspurn minni var ekki svarið og í ljósi þess sem ég hef hér farið yfir þá tel ég fullt tilefni til þess að endurvekja hana og fá það upp á yfirborðið hvað það eru sem veldur því að ríkið hafi gert leigusamning við aðila sem buðu hærra verð. Fyrirspurnar læt ég fylgja hér með: Fyrri fyrirspurn Seinni fyrirspurn Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar