Rannsóknin snúi að upplýsingagjöf en ekki viðskiptum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 20:58 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Forstjóri Play segir að rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á mögulegum brotum félagsins á lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum snúi ekki neinum viðskiptum sem hafi verið gerð, heldur aðeins hvort félagið hefði átt að senda upplýsingar fyrr á markaðinn. Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“ Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fyrr í dag birtist grein á Innherja, þar sem fjallað var um rannsókn FME og greint frá því að forsvarsmenn félagsins tjáðu sig ekki um hvaða atvik rannsóknin varðaði. Birgir Jónsson forstjóri Play segir málið snúast um upplýsingagjöf, og hvort hún hefði átt að eiga sér stað nokkrum dögum fyrr. „FME er að skoða upplýsingagjöf hjá okkur sem átti sér stað 2022, í október og nóvember. Þeir eru að velta fyrir sér hvort það hefðu myndast innherjaupplýsingar á tilteknum degi. Þetta snýst þá bara um það að þegar stjórnendur skráðra fyrirtækja vita eitthvað, hvort þeir eru nógu fljótir að senda eitthvað út á markaðinn,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við Vísi. Eftirlitið hafi kallað eftir gögnum um hvað var kynnt fyrir stjórn og hvernig fundargerðir frá tímabilinu líti út, svo skera megi úr um hvenær var ákveðið að fara í hlutafjárútboð. „Þetta snýst um einhverja þrjá, fjóra daga frá því við kynntum þetta fyrir stjórn og þangað til þetta var kynnt fyrir markaðnum. Það er engin lending í þessu. Þeir eru búnir að vera að kalla eftir gögnum og við höfum sent þeim gögn, fundargerðir og hitt og þetta,“ segir Birgir. Kunni að enda með sekt Þar sem Play sé skráð félag hafi þurft að tilgreina í ársreikningi að mál væri í gangi hjá FME. „Vissulega heitir löggjöfin þetta [innsk. blaðamanns: Lög um aðgerðir gegn markaðssvikum], og þá náttúrulega fara allir að velta fyrir sér hvað er í gangi. En þetta snýst bara um það, hvort við hefðum átt að segja markaðnum eitthvað sem lá fyrir í rekstrinum nokkrum dögum áður en við gerðum það, eða ekki,“ segir Birgir. Það telji forsvarsmenn félagsins ekki hafa verið nauðsynlegt, en samtal um það standi yfir við Fjármálaeftirlitið. Play sé, rétt eins og önnur félög á markaði, undir ströngu eftirliti FME. „Það er alltaf verið að kalla eftir upplýsingum og spyrja hvað menn viti annað en markaðurinn. Stundum endar svona með sekt en stundum ekki með neinu. En maður þarf að greina frá því þegar svona mál standa yfir.“ „Maður á að fara eftir reglunum“ Birgir segir ekki vera grun um saknæman ásetning í málinu, né að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptum. „Þetta snýst bara um upplýsingagjöf út á markaðinn. Hvort við hefðum átt að segja eitthvað örfáum dögum áður en við gerðum það.“ Hann segir síðan eiga eftir að koma hvort FME fallist á rök félagsins í málinu. „Ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað smámál. Maður á að fara eftir reglunum, og ef þeir ákveða að við höfum ekki farið eftir reglunum þá er það ekki gott. En við teljum okkur hafa gert það.“
Play Fréttir af flugi Fjármálamarkaðir Kauphöllin Tengdar fréttir Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10 Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Play bætir við nýjum áfangastað Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Vilníus í Litháen. Flogið verður vikulega á laugardögum yfir sumarmánuðina en fyrsta flugið til Vilníusar verður 25. maí. 13. febrúar 2024 10:10
Þrátt fyrir mikið tap er forstjóri Play bjartsýnn Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir. 12. febrúar 2024 19:16