Hjálpa fólki að hætta á verkjalyfjum með íslensku hugviti Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2024 10:16 Linda Kristjánsdóttir, yfirlæknir Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi, Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnenda Prescriby og Teitur Guðmundsson, læknir og forstjóri Heilsuverndar. Prescriby Íslenska sprotafyrirtækið Prescriby hefur í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi stigið stórt skref í veitingu heilbrigðisþjónustu, en þau bjóða nú upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar. Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu um samstarfið. „Verkjamóttakan er stórt framfaraskref í að gjörbreyta lífi fólks til hins betra og mun auðvelda okkur að takast jafnframt á við notkun slævandi og ávanabindandi lyfja. Samstarfið með Prescriby markar síðan ákveðin tímamót þar sem að við getum nýtt íslenskt hugvit og tækni til að bjóða upp á þjónustu sem við höfum áður ekki getað veitt,“ er haft eftir Lindu Kristjánsdóttur, yfirlækni Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi. Stefna að því að gera Ísland öruggast í heimi Í tilkynningu segir að Prescriby sé íslenskt sprotafyrirtæki stofnað af læknum og forriturum sem hafi séð tækifæri í að þróa nýja og öruggari leið til að hjálpa fólki sem notast við sterk verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Kjartan Þórsson, læknir og einn stofnanda Prescriby, hafi síðastliðin fimm ár tileinkað ferli sínum sem læknir því að þróa Prescriby og stuðla að landslagi þegar kemur að því hvernig uppáskrifuð sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru meðhöndluð. Kjartan hafi ásamt meðstofnendum Prescriby áttað sig á gríðarstóru tækifæri í að tryggja öruggari notkun lyfjanna og stefni að því að gera íslenskt heilbrigðiskerfi að öruggasta stað í heimi fyrir fólk sem þarf á þessum lyfjum að halda, en Prescriby sé nú þegar einnig í innleiðingarferli í Kanada og Danmörku. „Við erum mjög þakklát fyrir metnaðinn sem Heilsuvernd og Heilsugæslan í Urðarhvarfi hafa sett í þetta málefni. Við bjuggum til hugbúnaðinn til að geta gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að veita þessa meðferð til skjólstæðinga og gera hana auk þess betri og öruggari. Við þurfum hins vegar að reiða okkur á metnað og vilja heilbrigðisstofnanna til að taka þátt í að bæta núverandi ástand og þess vegna er það svo ánægjulegt að hefja þetta samstarf með þeim,“ er haft eftir Kjartani Þá veiti Reykjanesapótek einnig þjónustu í gegnum Prescriby auk þess að Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins bætist við eftir nokkrar vikur. Mikilvægur liður í stuðningi við skjólstæðinga Í tilkynningunni segir mikil vinna og metnaður liggi að baki innleiðingunni á kerfinu og þurft hafi að aðlaga kerfið að íslensku regluverki og verkferlum heilbrigðisstarfsfólks. Heilsugæslan Urðarhvarfi hafi sett á fót verkjamóttöku, þar sem kerfið komi til með að opna nýja tegund heilbrigðisþjónustu. „Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að undirrita samninga og afla leyfis frá Embætti Landlæknis til að nýta hugbúnað og þjónustu Prescriby. Opnuð hefur verið verkjamóttaka fyrir skjólstæðinga Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi þar sem leitað er leiða til að draga úr notkun sterkra verkjalyfja eins og mögulegt er. Samstarfið við Prescriby er mikilvægur liður í að lyfta þjónustunni upp á næsta stig og geta stutt við okkar skjólstæðinga sem vilja hætta eða minnka notkun lyfjanna. Þá er einnig mikilvægt að geta með markvissum og öruggum hætti beitt meðferð með slíkum lyfjum við réttum ábendingum og fylgja þeirri meðferð eftir,“ er haft eftir Teiti Guðmundssyni, lækni og forstjóra Heilsuverndar.
Heilbrigðismál Fíkn Nýsköpun Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira