Hversu lengi ætla stúdentar að sitja í traffík? Berglind Bjarnadóttir skrifar 7. febrúar 2024 10:31 Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Strætó Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við það að geta reitt sig alfarið á almenningssamgöngur í útlöndum? Er það ekki bara frekar huggulegt? Hvort sem það felst í því að taka lest, sporvagn, strætó eða leigja hjól. Í einhverjum tilfellum geta almenningssamgöngur kostað aðeins meira stúss, meiri tíma og meira umstang heldur en að ferðast með einkabíl sem bíður tilbúinn eftir manni þegar hentar. Mögulega er það ástæðan fyrir því að mesta áherslan hér á landi hefur lengi verið á einkabílinn og mörg virðast líta á almenningssamgöngur sem einhvers konar ómögulegan valkost. En er þessi séríslenska krafa um að hver einstaklingur geti setið einn í sínum bíl raunhæf? Og er réttlætanlegt að öll neyðist til þess að fjárfesta í bíl til þess að komast á milli staða? Mikil umferð hefur verið að myndast í grennd við háskólasvæðið og það er ekki von á að hún minnki í bráð enda mikil uppbygging í Vatnsmýrinni og við Landspítalann. Auk þess er allt Menntavísindasvið að flytja í Hótel Sögu. Stúdentar sem nýta sér einkabílinn til þess að koma sér til og frá skóla eru heldur betur farnir að finna fyrir þessu og hringsóla á bílastæðum háskólans í leit að lausu stæði. Það sem hefur bráðvantað hér á landi er betri nýting á almenningssamgöngum en í flestum löndum í Evrópu er mun algengara að almenningssamgöngur eða aðrir vistvænir ferðamátar hjálpi við að létta á umferð. Stúdentar eiga ekki að þurfa að reiða sig jafn mikið á einkabílinn eins og þeir þurfa að gera í dag. Þar að auki að sitja uppi með þá kostnaðarbyrði sem fylgir því að reka bíl og stuðla að óþarfa aukningu á umferð. Við í Röskvu trúum á að með því að bæta almenningssamgöngur til munahér á Íslandi megi stórauka fjölda stúdenta og annarra sem kjósa að nýta sér þær og aðra vistvæna ferðamáta til þess að ferðast til og frá skóla. Einnig er það gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir öll í grennd við háskólasvæðið að bæta almenningssamgöngur þar vegna aukningar á bílaumferð á svæðinu á næstu árum. Til þess að stuðla að bættum almenningssamgöngum hefur Röskva barist fyrir og lagt mikla áherslu á að nemendum standi til boða að kaupa svokallaðan U-passa. U-passinn verður samgöngukort sem stúdentar gætu keypt á hóflegu verði og fengið þannig aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum, t.d. strætó, næturstrætó, deilibílaleigu og fengið afslátt hjá hjóla- og hlaupahjólaleigum. Einnig hefur Röskva unnið ötullega að því að bæta göngu- og hjólastíga á háskólasvæðinu með því að þrýsta á fjölgun ljósastaurum á illa upplýstum stígum, fjölgun yfirbyggðra hjólaskýla og gangbrauta. Röskva hefur líka barist fyrir því að tryggja næturstrætó í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og heldur sú barátta áfram í Kópavogi, Garðabæ og á Seltjarnarnesi þar sem þjónusta næturstrætó er ekki til staðar í dag. Við í Röskvu gerum okkur þó grein fyrir því að almenningssamgöngur henti ekki öllum, sérstaklega eins og staðan er í dag. Sumir þurfa að vera á einkabíl vegna ýmissa annarra skyldna eða vegna fötlunar og fyrir aðra er einfaldlega margfalt tímafrekara að taka strætó vegna búsetu. Þess vegna berjumst við m.a. fyrir því að leiðakerfi strætó verði bætt og að ferðirnar verði tíðari. Þetta er þó ekki lítið verkefni þar sem fjármagn strætó er af skornum skammti og það þýðir ekkert að gera ferðirnar tíðari ef enginn nýtir sér þær. Einnig þarf að tryggja fleiri sérakreinar fyrir strætó svo hann festist ekki í umferð í háannatímum. Við í Röskvu trúum því að með því að stórbæta almenningssamgöngur á Íslandi sé hægt að gera fleiri stúdentum kleift að nýta sér þær án þess að eyða margfalt meiri tíma í að komast til og frá skóla. Þetta er í raun meira en bara umhverfismál heldur líka mikilvægt jafnréttismál fyrir stúdenta því betri almenningssamgöngur myndu minnka þörf nemenda á að eiga og reka einkabíl. Sem myndi þ.a.l. auka handbært fjármagn stúdenta og vonandi minnka þörf stúdenta til að vinna með námi. Höfundur er forseti umhverfis- og samgöngunefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun