Rangt gefið á fjölmiðlamarkaði Hólmgeir Baldursson skrifar 1. febrúar 2024 16:00 Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd. Nýgerður „þjónustusamningur“ Ríkisins við Rúv er brandari. Í mín 25 ár á sjónvarpsmarkaði hefur nákvæmlega ekkert breyst og mun ekki breytast, svo einfalt! Það er bara fyndið að sjá ráðherra og ráðamenn berja sér á brjóst að telja sig vera að standa vörð um íslenskuna þegar aldrei var hugað að sérhæfðum íslenskum streymisleigum sem „voru“ af veikum mætti að reyna að halda uppi íslenskunni í samkeppni við erlenda risa sem nenna ekki einu sinni að henda í íslenskan texta. Hvort það kemur annað tímabil þar sem innlendir aðilar þora að taka slaginn, vonandi. Ég er allavega pass með streymisleigur í bili. Ég gerði tilraun með streymisveituna Filmflex sem gekk í rúmt ár, ekkert gjaldþrot þar á bæ, afskrifaði rúmlega 150 þúsund krónur þar, en önnur íslensk streymisveita fór í þrot uppá 75 milljónir skilst mér. Ég veit ekki til þess að það sé nein önnur sérhæfð íslensk streymisveita með eigið dreifikerfi starfandi í dag. (Íslenskað vod efni hjá fjarskiptafélögunum fellur ekki undir þá skilgreiningu). Og af hverju gætu sumir spurt sig ættu skattborgarar þessa lands að vera að halda afþreyingar miðlum gangandi? Svörin við því eru margþætt, en s.k. fjölmiðlastyrkir eru ekki ætlaðir fjölmiðlum með afþreyingu efsta á blaði hjá sér, heldur eru þeir eingöngu ætlaðir fréttamiðlum. Meir að segja héraðsfréttablað getur sótt um styrk hjá Fjölmiðlanefnd en afþreyingarmiðilinn Skjár 1 getur það ekki. Það er ekki eins og ég hafi ekki ritað um þetta áður, en ég var að henda í eins og eina sjónvarpsrás úr bílskúrnum heima hjá mér um daginn, enda á ég töluvert af sýningarréttindum af myndunum sem prýddu ofangreinda streymisleigu og ég valdi bara nýja dreifileið til að koma þeim á framfæri um cdn eða „content delivery network“ sem er ný streymisleið sem gerir fjöldanum kleift að móttaka um eigin snjalltæki hágæða sjónvarpsstraum án þess að hann hökti eins og margir upplifðu á kóvid tímum þegar streymið var að ryðja sér til rúms hér á landi. En „samkeppni“ milli miðla um áhorf, er hún ekki bara horfin og allir vinir? Það er komið að því að auka dreifingu Skjás 1 og ég er að spá í að koma efni á aðra fjarskiptamiðla, en þá virðist allt vera með hangandi haus á þeim bæjum, allavega hjá Sýn & Símanum en ég hef sent nokkra tölvupósta og tekið vel í setja Skjá 1 á IPTV myndlyklakerfin, svo fremi að þeir sem nýti sér þá dreifileið greiði fyrir hana, og bið um hugmyndir og viðræður, en engin svör hafa borist þrátt fyrir nokkrar ítrekanir. Kannski eru blessaðir mennirnir enn í jólafríi, en Nova, það er allavega fullreynt að reyna að berja hausnum við þann stein. Getum alveg gleymt því bara. Verð víst að læra að setja upp sjálfur öpp fyrir Apple Tv & Android og bið landsmenn um þolinmæði á meðan ég klóra mig tæknilega fram úr því. Vonandi næst að koma þessu á dreifikerfi Kapalvæðingar á Suðurnesjum sem fyrst, en unnið er í málinu. Ef það eru einhver önnur landsbyggðar dreifikerfi sem ég veit ekki af, þá endilega bara hafa samband. Það eru bara pínu breyttir tímar í dag. Síminn er af miklum metnaði að taka yfir flettiskilta auglýsingamarkaðinn, það bara hjálpar Skjá 1 sem vonandi mun njóta góðs af breyttum áherslum varðandi raunhæft áhorf í stað þessa glataða kerfis þar sem „örfáir urðu að fjölmörgum“ eða um 500 hræður, með því að heimfæra sama aldur og kyn uppá alla landsmenn sem svo allir horfðu auðvitað á RÚV í stað þess að nýta raunáhorf sem gilda mælingu, en IPTV kerfi Símans & Vodafone auk CDN dreifingar geta nákvæmlega tilgreint raunáhorf á þeirri mínútu sem það á sér stað. Hvað sem öðru líður þá er Ríkið ekki að fara af markaði þannig að baráttan um auglýsingamarkaðinn verður alltaf rangt gefin og línulegt sjónvarp er að virka enn þá í dag, Skjár 1 er alveg að sanna þá fullyrðingu. 47 þúsund heimsóknir á spilarann og rúmlega 280.000 áhorf sanna það. En að lokum, verður staðan virkilega sú eftir 25 ár að Ríkið sogi allt fé í Ríkismiðilinn með línulega dagskrá og tvær útvarpsstöðvar og að 5 sjónvarpsstöðvar og 15 útvarpsstöðvar hafa horfið frá deginum í dag til ársins 2050? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp & frjálsa fjölmiðlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Síminn Sýn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd. Nýgerður „þjónustusamningur“ Ríkisins við Rúv er brandari. Í mín 25 ár á sjónvarpsmarkaði hefur nákvæmlega ekkert breyst og mun ekki breytast, svo einfalt! Það er bara fyndið að sjá ráðherra og ráðamenn berja sér á brjóst að telja sig vera að standa vörð um íslenskuna þegar aldrei var hugað að sérhæfðum íslenskum streymisleigum sem „voru“ af veikum mætti að reyna að halda uppi íslenskunni í samkeppni við erlenda risa sem nenna ekki einu sinni að henda í íslenskan texta. Hvort það kemur annað tímabil þar sem innlendir aðilar þora að taka slaginn, vonandi. Ég er allavega pass með streymisleigur í bili. Ég gerði tilraun með streymisveituna Filmflex sem gekk í rúmt ár, ekkert gjaldþrot þar á bæ, afskrifaði rúmlega 150 þúsund krónur þar, en önnur íslensk streymisveita fór í þrot uppá 75 milljónir skilst mér. Ég veit ekki til þess að það sé nein önnur sérhæfð íslensk streymisveita með eigið dreifikerfi starfandi í dag. (Íslenskað vod efni hjá fjarskiptafélögunum fellur ekki undir þá skilgreiningu). Og af hverju gætu sumir spurt sig ættu skattborgarar þessa lands að vera að halda afþreyingar miðlum gangandi? Svörin við því eru margþætt, en s.k. fjölmiðlastyrkir eru ekki ætlaðir fjölmiðlum með afþreyingu efsta á blaði hjá sér, heldur eru þeir eingöngu ætlaðir fréttamiðlum. Meir að segja héraðsfréttablað getur sótt um styrk hjá Fjölmiðlanefnd en afþreyingarmiðilinn Skjár 1 getur það ekki. Það er ekki eins og ég hafi ekki ritað um þetta áður, en ég var að henda í eins og eina sjónvarpsrás úr bílskúrnum heima hjá mér um daginn, enda á ég töluvert af sýningarréttindum af myndunum sem prýddu ofangreinda streymisleigu og ég valdi bara nýja dreifileið til að koma þeim á framfæri um cdn eða „content delivery network“ sem er ný streymisleið sem gerir fjöldanum kleift að móttaka um eigin snjalltæki hágæða sjónvarpsstraum án þess að hann hökti eins og margir upplifðu á kóvid tímum þegar streymið var að ryðja sér til rúms hér á landi. En „samkeppni“ milli miðla um áhorf, er hún ekki bara horfin og allir vinir? Það er komið að því að auka dreifingu Skjás 1 og ég er að spá í að koma efni á aðra fjarskiptamiðla, en þá virðist allt vera með hangandi haus á þeim bæjum, allavega hjá Sýn & Símanum en ég hef sent nokkra tölvupósta og tekið vel í setja Skjá 1 á IPTV myndlyklakerfin, svo fremi að þeir sem nýti sér þá dreifileið greiði fyrir hana, og bið um hugmyndir og viðræður, en engin svör hafa borist þrátt fyrir nokkrar ítrekanir. Kannski eru blessaðir mennirnir enn í jólafríi, en Nova, það er allavega fullreynt að reyna að berja hausnum við þann stein. Getum alveg gleymt því bara. Verð víst að læra að setja upp sjálfur öpp fyrir Apple Tv & Android og bið landsmenn um þolinmæði á meðan ég klóra mig tæknilega fram úr því. Vonandi næst að koma þessu á dreifikerfi Kapalvæðingar á Suðurnesjum sem fyrst, en unnið er í málinu. Ef það eru einhver önnur landsbyggðar dreifikerfi sem ég veit ekki af, þá endilega bara hafa samband. Það eru bara pínu breyttir tímar í dag. Síminn er af miklum metnaði að taka yfir flettiskilta auglýsingamarkaðinn, það bara hjálpar Skjá 1 sem vonandi mun njóta góðs af breyttum áherslum varðandi raunhæft áhorf í stað þessa glataða kerfis þar sem „örfáir urðu að fjölmörgum“ eða um 500 hræður, með því að heimfæra sama aldur og kyn uppá alla landsmenn sem svo allir horfðu auðvitað á RÚV í stað þess að nýta raunáhorf sem gilda mælingu, en IPTV kerfi Símans & Vodafone auk CDN dreifingar geta nákvæmlega tilgreint raunáhorf á þeirri mínútu sem það á sér stað. Hvað sem öðru líður þá er Ríkið ekki að fara af markaði þannig að baráttan um auglýsingamarkaðinn verður alltaf rangt gefin og línulegt sjónvarp er að virka enn þá í dag, Skjár 1 er alveg að sanna þá fullyrðingu. 47 þúsund heimsóknir á spilarann og rúmlega 280.000 áhorf sanna það. En að lokum, verður staðan virkilega sú eftir 25 ár að Ríkið sogi allt fé í Ríkismiðilinn með línulega dagskrá og tvær útvarpsstöðvar og að 5 sjónvarpsstöðvar og 15 útvarpsstöðvar hafa horfið frá deginum í dag til ársins 2050? Höfundur er áhugamaður um sjónvarp & frjálsa fjölmiðlun.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar