Fjölbreytni er ofmetin Pawel Bartoszek skrifar 31. janúar 2024 11:00 Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar. Eins og allar kröfur sem við setjum þá kostar þetta auðvitað. Hönnuðurinn sem hannar húsið getur ekki haft hæðirnar eða stigagangana of líka og þarf að hanna nýtt í hvert skipti. Verktakinn sem kaupir lóðina til að byggja getur ekki keypt teikningarnar af sama arkitekt og teiknaði húsið við hliðina á af því að… arkitektarnir þurfa að vera ólíkir. Væntanlega byggist hugmyndin um fjölbreytni á þeirri nálgun að fyrst fólk sé ólíkt þá ættu húsin og íbúðirnar sem það býr í að vera það líka. En við höfum hingað til ekki þurft að þvinga aðra markaði í sömu átt. Það eru ekki settar reglur um að bílafloti landsmanna skuli vera svona og svona fjölbreyttur þegar kemur að tegundum og litavali. Hann er það án slíkra inngripa. Var Norðurmýrin skipulagsslys? Til að skjóta fólki skelk í bringu sýna úrbanískar greinar stundum myndir af nýbyggðum hverfum frá Bandaríkjunum eða Asíu þar öllu einbýlishúsin eða blokkirnar eru meira og minna eins. En það auðvelt að leika þann leik. Ef við skoðum þessa mynd af Norðurmýrinni og Hlíðunum frá því um miðja seinustu öll þá má greina svipaða einsleitni. Sigurhans E. Vignir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Norðurmýrin nýbyggð er þannig eins og fullkomið dæmi um það sem nútíma-skipulagstískan er að reyna að hindra. Byggðin er einsleit. Einn maður, Einar Sveinsson, kemur bæði að því að teikna hverfið og flest húsin í því. Sama á við í Hlíðunum þar sem heilu húsaraðirnar eru smíðaðar eftir sömu teikningum frá Guðjóni Samúelssyni og nokkrum öðrum. Það er samt ekki þannig að Hlíðarnar eða Norðurmýrin séu hverfi sem fólk forðast. Því fer fjarri. Eða að samsetning íbúanna í húsunum sé einsleit þótt húsin sjálf séu það. Dæmigert hús í Hlíðunum getur hæglega hýst eftirfarandi íbúa: a) ungt fólk í kjallara, b) kjarnafjölskyldu á jarðhæð, c) ráðsett hjón á efri hæð og d) nýfráskilinn skrifstofumann í risinu. Þetta er sú fjölbreytni sem telur. Að húsin séu öll eins og teiknuð af sömu körlunum, skiptir minna máli. Síðan er hús líka svolítið eins og nýfædd börn. Við erum öll svipuð á fæðingardeildinni en síðan breytumst við þegar á líður, sum okkar stækka meira en önnur, sum okkar fara vel með sig, önnur ekki. Við verðum öll fjölbreytt með tíma. Ef við færum okkur út fyrir landsteinana þá getum skoðað staði eins og Barcelona þar sem „einsleitnin” hefur náð hámarki. Richard Sennett Þetta er auðvitað mjög einsleitt allt saman. Andspænis þessum gætum við skoðað einbýlishúsahverfi þar sem hver íbúi byggir hús eftir eigin höfði. Útlitslega verða slík hverfi ekki einsleit en ef allir íbúar eru á svipuðum aldri, með svipaðar tekjur, ef fólk getur ekki stækkað eða minnkað við sig innan hverfis og barnafjöldi í hverfinu sveiflast vegna þessa þá er það mikið meira vandamál heldur en það að húsin líti svipað út. Slökum á kröfunni um fjölbreytni í hönnun Mikilvægt er að halda dampi í uppbyggingu húsnæðis. Það er eðlilegt að rýna stöðugt hvaða kröfur eru lagðar á húsbyggjendur og í hvaða tilgangi. Ég er ekki sammála þeim sem telja að einfaldasta leiðin sé leggja til hliðar öll markmið varðandi þéttingu byggðar og teppaleggja allar heiðar og tún í jaðri byggðar með nýjum hverfum. Það kallar líka á mikinn kostnað vegna uppbyggingar vega og annarra innviða. Hins vegar ætti að slaka á sumum kröfum um fjölbreytni í hönnun á uppbyggingarreitum. Ef hús er vel hannað er bæði ódýrt og skynsamlegt að afrita hönnunina, og byggja fleiri vel hönnuð hús. Aðalatriðið er að göturýmið sé öruggt og gott, í mannlegum skala og að sá sem ferðist um hverfið á tveimur jafnfljótum hafi eitthvað nýtt að upplifa með reglulegu millibili. Fjölbreytni í húsahönnun getur verið rétta leiðin til þess, en þannig er það ekki alltaf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Viðreisn Reykjavík Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar. Eins og allar kröfur sem við setjum þá kostar þetta auðvitað. Hönnuðurinn sem hannar húsið getur ekki haft hæðirnar eða stigagangana of líka og þarf að hanna nýtt í hvert skipti. Verktakinn sem kaupir lóðina til að byggja getur ekki keypt teikningarnar af sama arkitekt og teiknaði húsið við hliðina á af því að… arkitektarnir þurfa að vera ólíkir. Væntanlega byggist hugmyndin um fjölbreytni á þeirri nálgun að fyrst fólk sé ólíkt þá ættu húsin og íbúðirnar sem það býr í að vera það líka. En við höfum hingað til ekki þurft að þvinga aðra markaði í sömu átt. Það eru ekki settar reglur um að bílafloti landsmanna skuli vera svona og svona fjölbreyttur þegar kemur að tegundum og litavali. Hann er það án slíkra inngripa. Var Norðurmýrin skipulagsslys? Til að skjóta fólki skelk í bringu sýna úrbanískar greinar stundum myndir af nýbyggðum hverfum frá Bandaríkjunum eða Asíu þar öllu einbýlishúsin eða blokkirnar eru meira og minna eins. En það auðvelt að leika þann leik. Ef við skoðum þessa mynd af Norðurmýrinni og Hlíðunum frá því um miðja seinustu öll þá má greina svipaða einsleitni. Sigurhans E. Vignir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Norðurmýrin nýbyggð er þannig eins og fullkomið dæmi um það sem nútíma-skipulagstískan er að reyna að hindra. Byggðin er einsleit. Einn maður, Einar Sveinsson, kemur bæði að því að teikna hverfið og flest húsin í því. Sama á við í Hlíðunum þar sem heilu húsaraðirnar eru smíðaðar eftir sömu teikningum frá Guðjóni Samúelssyni og nokkrum öðrum. Það er samt ekki þannig að Hlíðarnar eða Norðurmýrin séu hverfi sem fólk forðast. Því fer fjarri. Eða að samsetning íbúanna í húsunum sé einsleit þótt húsin sjálf séu það. Dæmigert hús í Hlíðunum getur hæglega hýst eftirfarandi íbúa: a) ungt fólk í kjallara, b) kjarnafjölskyldu á jarðhæð, c) ráðsett hjón á efri hæð og d) nýfráskilinn skrifstofumann í risinu. Þetta er sú fjölbreytni sem telur. Að húsin séu öll eins og teiknuð af sömu körlunum, skiptir minna máli. Síðan er hús líka svolítið eins og nýfædd börn. Við erum öll svipuð á fæðingardeildinni en síðan breytumst við þegar á líður, sum okkar stækka meira en önnur, sum okkar fara vel með sig, önnur ekki. Við verðum öll fjölbreytt með tíma. Ef við færum okkur út fyrir landsteinana þá getum skoðað staði eins og Barcelona þar sem „einsleitnin” hefur náð hámarki. Richard Sennett Þetta er auðvitað mjög einsleitt allt saman. Andspænis þessum gætum við skoðað einbýlishúsahverfi þar sem hver íbúi byggir hús eftir eigin höfði. Útlitslega verða slík hverfi ekki einsleit en ef allir íbúar eru á svipuðum aldri, með svipaðar tekjur, ef fólk getur ekki stækkað eða minnkað við sig innan hverfis og barnafjöldi í hverfinu sveiflast vegna þessa þá er það mikið meira vandamál heldur en það að húsin líti svipað út. Slökum á kröfunni um fjölbreytni í hönnun Mikilvægt er að halda dampi í uppbyggingu húsnæðis. Það er eðlilegt að rýna stöðugt hvaða kröfur eru lagðar á húsbyggjendur og í hvaða tilgangi. Ég er ekki sammála þeim sem telja að einfaldasta leiðin sé leggja til hliðar öll markmið varðandi þéttingu byggðar og teppaleggja allar heiðar og tún í jaðri byggðar með nýjum hverfum. Það kallar líka á mikinn kostnað vegna uppbyggingar vega og annarra innviða. Hins vegar ætti að slaka á sumum kröfum um fjölbreytni í hönnun á uppbyggingarreitum. Ef hús er vel hannað er bæði ódýrt og skynsamlegt að afrita hönnunina, og byggja fleiri vel hönnuð hús. Aðalatriðið er að göturýmið sé öruggt og gott, í mannlegum skala og að sá sem ferðist um hverfið á tveimur jafnfljótum hafi eitthvað nýtt að upplifa með reglulegu millibili. Fjölbreytni í húsahönnun getur verið rétta leiðin til þess, en þannig er það ekki alltaf. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar