Uppáskrifað morfín dregur úr hjólaþjófnaði Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar 29. janúar 2024 12:30 Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Hjólreiðar Fíkn Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun