Uppáskrifað morfín dregur úr hjólaþjófnaði Búi Bj. Aðalsteinsson skrifar 29. janúar 2024 12:30 Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Hjólreiðar Fíkn Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hjólarán eru algeng á Íslandi og tengjast oft neyslu, þjófarnir grípa hluti eins og hjól, eitthvað sem þægilegt er að ferja og reyna að fá þeim skipt fyrir vímuefni, eða koma þeim í verð sem svo fjármagnar neyslu. Þó er einnig eitthvað um að hjólum sé stolið til þess eins að komast á milli hverfa og þá skilin eftir á víðavangi að notkun lokinni, slík gripdeild er þó auðleystari sérstaklega með stuðningi samfélagsmiðla þar sem fólk er iðið við að deila myndum af hjólum í reiðuleysi og eins að auglýsa þau hjól sem er saknað. Oft heyrist að skipulagðir glæpahópar safni saman hjólum og flytji í gámum úr landi, þó vissulega hafi fundist stolin hjól í gámum á leið úr landi er það mjög sjaldgæft og heyrir til undantekninga að slíkt eigi sér stað, samkvæmt þeim sem best þekkja til. Lögreglan virðist hafa takmörkuð úrræði þegar kemur að hjólaþjófnaði og felst þeirra aðkoma í því að taka við tilkynningum um stolin hjól, veita hjólum móttöku ef einhver kemur með þau og síðan hlutast til með að sækja hjól ef búið er að staðsetja hjólið og hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir því hver réttur eigandi þess er. Samkvæmt skráningum lögreglu frá því í nóvember á síðasta ári var tilkynnt um 552 stolin reiðhjól á 12 mánaða tímabili. Það er þó einungis hluti af hjólaránum þar sem brotaþolar sjá ekki alltaf tilgang í því að tilkynna um hjólarán, því gæti raunveruleg tala eflaust verið nær 1000 hjólum árlega. Afbrot af þessu tagi eru algengust í miðborginni og vesturbænum. Fjárhagslegt tjón sem hlýst af þessu er töluvert, sem bæði tryggingarfélög og þolendur bera. Eins má gera ráð fyrir að með auknum vinsælda rafhjóla stækki fjárhagslega tjónið þar sem slík hjól eru töluvert dýrari. Ef miðað er við að meðaltalsverð hjóla sé um 200 þúsund þá er þetta tjón upp á 200 milljónir á ári. Mögulegt er þó að lágmarka þetta tjón ef stutt er við bak þeirra sem stunda slíkan þjófnað og þau fái hjálp við að hætta og þau sem eru lengra leidd fái aðgang að hreinum efnum, skjól og mat. Aðferðafræði sem oft er kölluð skaðaminnkun. Einn helsti skaðaminnkunar-frömuður landsins er gigtarlæknirinn Árni Tómas Ragnarsson, en hann missti starfsleyfi sitt að hluta síðastliðinn desember. Landlæknir hafði þá gripið í taumana og sett Árnaí skammarkrókinn. Ástæða þessa var að Árni Tómas hafði um nokkurt skeið uppáskrifað morfín til langt leiddra fíkla og gert það í samráði við frú Ragnheiði sem er skaðaminnkunar úrræði á vegum rauða krossins. Sjálfur segir hann grein sinni „Skaðaminnkun“ í Morgunblaðinu þann 2. nóvember: „Tjónið sem þetta fólk getur valdið með innbrotum og öðru er heilmikið, án þess að vilja það, allir sem ég hef hitt úr þessum hópi eru góðir í eðli sínu. Enginn vill þurfa að standa í þessu á þennan hátt til að fá skammtinn sinn.“ Árni Tómas telur það hlutverk lækna að styðja við skjólstæðinga sína og að þessi aðferðafræði hafi dregið verulega úr þjáningum og í einhverjum tilvikum hjálpað fólki að taka skref útí lífið. Nú þegar þetta úrræði hverfur er viðbúið að innbrotum fjölgi og þá sérstaklega á hjólum og innbrotum í bíla og fleiru auðgrípanlegu. Það er einkennilegt hvernig uppbygging og stuðningur við fólk með vímuefnavanda getur haft áhrif á samgönguhjólreiðar, mikilvægt er að fólk upplifi sig öruggt hvort sem það er hjólandi í umferð eða þá að skilja hjólin sín eftir og treysta að þau verði þar þegar þau komi aftur. Eflaust er fólk ólíklegt til að fjárfesta aftur í hjóli ef það hefur lent í þjófnaði. Því mætti segja að uppáskrifað morfín geti dregið verulega úr hjólaþjófnaði ef það er gert af þekkingu og með heildrænum stuðningi við einstaklinga sem glíma við fíknivanda af þessu tagi. Höfundur er hlaðvarpsstjóri Hjólavarpsins.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar