Fótbolti

Segja Stefán Teit á förum frá Sil­ke­borg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson í leik gegn FC Kaupmannahöfn.
Stefán Teitur Þórðarson í leik gegn FC Kaupmannahöfn. Vísir/Getty Images

Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson hefur hafnað nýju samningstilboði Silkeborg og er sagður á förum þegar samningurinn rennur út undir lok árs.

Frá þessu greinir staðarmiðillinn Sport Silkeborg. Þar segir að efstu deildarfélagið hafi boðið Skagamanninum framlengingu á samningi hans en leikmaðurinn hafi ákveðið að hafna því og sé á förum, annað hvort verði hann seldur í sumar eða fari frítt þegar samningurinn rennur út í desember.

Silkeborg byrjaði tímabilið mjög vel og skoraði Stefán Teitur til að mynda þrennu í óvæntum stórsigri á Lyngby. 

Liðið féll þó niður töfluna áður en danska úrvalsdeildin fór í sína hefðbundnu vetrarpásu og sem stendur er Silkeborg í 6. sæti með 27 stig, níu stigum minna en topplið Midtjylland.

Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur á að baki 19 A-landsleiki og bar til að mynda fyrirliðaband Íslands síðustu tuttugu mínúturnar í sigrinum á Gvatemala fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×