Gullhúðunin gerir illt verra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íþyngjandi löggjafar fyrir atvinnulífið kemur frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Dræman árangur í einföldun íþyngjandi regluverks má einkum rekja til þess að slíkt regluverk kemur aðallega frá sambandinu. Svonefnd gullhúðun, þegar regluverk er innleitt meira íþyngjandi en það kemur frá Evrópusambandinu, á sér stað í minnihluta tilfella þegar lagasetning er annars vegar. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndar um opinberar eftirlitsreglur frá árinu 2016 en nefndina skipuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenzkra sveitarfélaga auk fulltrúa stjórnvalda. Skoðuð voru íþyngjandi lagafrumvörp fyrir atvinnulífið sem samþykkt voru á þremur löggjafarþingum á árunum 2013-2016 við gerð skýrslunnar. Flest frumvörp til einföldunar innlend Fram kemur í skýrslu ráðgjafanefndarinnar að á umræddu tímabili hafi 35 lagafrumvörp verið samþykkt á Alþingi sem haft hafi áhrif á reglubyrði atvinnulífsins. Þar af hafi 29 frumvörp verið íþyngjandi fyrir atvinnulífið, þá annað hvort einungis íþyngjandi (17) eða bæði íþyngjandi og til einföldunar (12). Af þessum 29 frumvörpum hafi 20 verið vegna innleiðingar á reglum frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Mikill meirihluti þeirra frumvarpa sem töldust einungis íþyngjandi voru upprunin hjá Evrópusambandinu eða 14 af 17. Einungis þrjú þessara frumvarpa voru innlend að uppruna. Sex af þeim tólf frumvörpum sem voru bæði íþyngjandi og til einföldunar komu frá sambandinu. Hvað gullhúðunina varðar var íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu innleitt meira íþyngjandi í sjö tilfellum. Það er þriðjungur þeirra. Flest frumvörp til einföldunar voru innlend að uppruna eða fimm af sex. Einungis eitt átti uppruna sinn í reglum í gegnum EES-samninginn. Miðað við skýrsluna er ljóst að gullhúðun regluverks frá Evrópusambandinu er ekki stærsti vandinn í þessum efnum, þó hún sé sannarlega vandamál sem taka þurfi föstum tökum, heldur sjálft regluverkið sem kemur frá sambandinu. Gullhúðunin gerir fyrst og fremst illt verra. Minna íþyngjandi reglur eða alls engar Við erum þannig í verstu mögulegu stöðu hvað þetta varðar ef undan er skilin innganga í Evrópusambandið þar sem allt regluverk sambandsins væri undir og vægi Íslands færi fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Á sama tíma og óheimilt er að innleiða regluverk frá Evrópusambandinu minna íþyngjandi en það kemur í gegnum EES-samninginn hefur stjórnsýslan fullt svigrúm til þess að innleiða það meira íþyngjandi. Væri EES-samningnum hins vegar skipt út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning, líkt og við gerðum í tilfelli Bretlands, annars stærsta viðskiptalands okkar, án þess að nokkuð færi á hliðina, og flest ríki heimsins kjósa að semja um í dag, þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni, væri mögulegt að setja minna íþyngjandi reglur í stað regluverks Evrópusambandsins eða alls engar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun