Nomalísering daglegrar neyslu vímuefna er uppgjöf Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun