Viðbrögð sem gæta meðalhófs Micah Garen skrifar 18. janúar 2024 17:01 Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Micah Garen Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun