Viðskipti innlent

Lilja Björk tekur við nýju hlut­verki

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Björk Guðmundsdóttir.
Lilja Björk Guðmundsdóttir. SI

Lilja Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.

Í tilkynningu segir að Lilja Björk hafi frá árinu 2021 starfað hjá Samtökum iðnaðarins sem viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði þar sem hún hafi meðal annars haft umsjón með fjölmörgum starfsgreinahópum innan samtakanna.

„Lilja Björk er með BA og ML í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og LL.M. í evrópskum stjórnskipunarrétti frá Háskólanum í Granada auk þess sem hún hefur málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi. 

Áður en hún kom til starfa hjá Samtökum iðnaðarins starfaði Lilja Björk hjá Rauða krossinum sem lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.“

Lilja Björk er gift Jóni Arnóri Stefánssyni körfuboltakappa og nýskipuðum stjórnarformanni Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem mun standa að byggingu nýrrar þjóðarhallar í Laugardal. Jón Arnór dásamaði Lilju í viðtali á Vísi árið 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×