Borgarstjóraskiptin í dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 16. janúar 2024 14:01 Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? Sú skipti sem hér um ræðir er innbyrðis ákvörðun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um að segja eða gera. Jafnvel þótt allur minnihlutinn greiði atkvæði gegn Einari þá verður hann samt borgarstjóri. Meirihlutinn er jú meirihluti. Honum óskað velfarnaðar Auðvitað óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnaðar í þessu embætti sem er stórt og ábyrgðarmikið. Flokkur fólksins óskar þess einnig að honum beri gæfa til að taka skynsamar ákvarðanir, ákvarðanir sem gagnast fólkinu og verði til að betrumbæta velferðina, skólamálin og almenna þjónustu við fólkið. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á þann tíma sem liðinn er frá kosningum er ekki gott að segja hvernig þróun mála verður. Fram til þessa hefur Einar tekið stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á að stjórna borginni og gert þær að sínum eftir því sem best er séð. En svo veit maður auðvitað aldrei. Bretta þarf upp ermar En það þarf að bretta upp ermar svo mikið er víst. Ekki gengur að halda áfram að skerða þjónustu. Fátækt og ójöfnuður hefur aukist á vakt þessa og síðasta meirihluta. Það sýna nýlegar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Þetta er slæm þróun. Kjörorð Flokks fólksins er fæði, klæði og húsnæði og þessi þrjú orð er rauður þráður í gegnum allt starf Flokks fólksins. Með þetta að leiðarljósi höldum við áfram okkar baráttu í borgarstjórn það sem eftir er af þessu kjörtímabilinu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? Sú skipti sem hér um ræðir er innbyrðis ákvörðun meirihlutans, mál sem flokkur í minnihluta hefur ekkert um að segja eða gera. Jafnvel þótt allur minnihlutinn greiði atkvæði gegn Einari þá verður hann samt borgarstjóri. Meirihlutinn er jú meirihluti. Honum óskað velfarnaðar Auðvitað óskar fulltrúi Flokks fólksins Einari velfarnaðar í þessu embætti sem er stórt og ábyrgðarmikið. Flokkur fólksins óskar þess einnig að honum beri gæfa til að taka skynsamar ákvarðanir, ákvarðanir sem gagnast fólkinu og verði til að betrumbæta velferðina, skólamálin og almenna þjónustu við fólkið. Flokkur fólksins vill vera bjartsýnn en ef horft er á þann tíma sem liðinn er frá kosningum er ekki gott að segja hvernig þróun mála verður. Fram til þessa hefur Einar tekið stefnu Dags og hugmyndir um hvernig á að stjórna borginni og gert þær að sínum eftir því sem best er séð. En svo veit maður auðvitað aldrei. Bretta þarf upp ermar En það þarf að bretta upp ermar svo mikið er víst. Ekki gengur að halda áfram að skerða þjónustu. Fátækt og ójöfnuður hefur aukist á vakt þessa og síðasta meirihluta. Það sýna nýlegar niðurstöður Þjóðarpúls Gallup en 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu og eru það 5% fleiri en árið áður. Þetta er slæm þróun. Kjörorð Flokks fólksins er fæði, klæði og húsnæði og þessi þrjú orð er rauður þráður í gegnum allt starf Flokks fólksins. Með þetta að leiðarljósi höldum við áfram okkar baráttu í borgarstjórn það sem eftir er af þessu kjörtímabilinu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun