Blóðsúthellingar í nafni friðar Lárus Helgi Ólafsson skrifar 9. janúar 2024 16:01 Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum hafa rúmlega 23.000 manns látið lífið síðan að styrjöld braust út á Gaza, þann 7. október á síðasta ári. Þá er einnig talið að um 60.000 manns hafi slasast í átökunum, misalvarlega. Tvær milljónir manna eru á vergangi í mikilli neyð þar sem vöntun er á mat, vatni og lyfjum. Af þessum 23.000 sem hafa látið lífið í átökunum eru u.þ.b. 10.000 börn. Já þið lásuð rétt, 10.000 börn. 18.000 börn hafa slasast í átökunum, sem virðist hvergi nærri lokið. Samt er það svo að hver sá sem dirfist til að benda á þessa hræðilegu atburði sem eru í gangi fyrir botni Miðjarðarhafs er úthrópaður gyðingahatari, þrátt fyrir að hvergi sé þar hatur að finna. Það er hræðilegt að sjá hvað alþjóðasamfélagið virðist vera veikt í þessu máli og allar þær þjóðir sem telji sig berjast fyrir friði í heiminum geri lítið annað en að senda frá sér burðarlitlar yfirlýsingar, sem megi sín lítils í stóra samhenginu. Mín spurning er því, hvers vegna höfum við ekki hærra? Af hverju erum við ekki að vinna í því samhliða nágrannalöndum og öðrum bandamönnum okkar að fara í harðari aðgerðir? Hverju hafa diplómatísku leiðirnar skilað hingað til? Árás Hamas-liða á Ísrael þann 7. október var hræðileg að öllu leyti og ég hef ekki ennþá heyrt í þeim einstaklingi sem ver þær en það sem vesalings fólkið á Gaza hefur þurft að þola í kjölfarið er með öllu ómanneskjulegt. Ég get ekki fyrir nokkra muni sett mig í spor þessa fólks enda á ég erfitt með að sjá alla líkpokana í hverjum fréttatímanum á eftir öðrum. Hugur minn reikar samt til þess þegar ég ligg í rólegheitum með sonum mínum tveimur upp í hlýju og öruggu rúminu mínu á hverju kvöldi. Ég held að ég tali fyrir hönd mörg þúsunda Íslendinga þegar ég bið háttvirtan utanríkisráðherra og alla íslenska þingmenn um að beita sér af meiri krafti fyrir fólkið í Palestínu. Við viljum ekki líta til baka eftir mörg ár og hugsa til þess að við sem þjóð höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til þess að stoppa þessi átök. Gerið það, standið með þeim sem minna mega sín og geta sér enga björg veitt. Höfundur er faðir og kennari.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar