Á döfinni í fyrra: Vinnan okkar, verkefnin og líðanin Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. janúar 2024 08:01 Breyttur vinnutími, jafnréttismálin, andlegt ofbeldi á vinnustöðum og hugarfar unga fólksins var meðal þess sem rætt var um í Atvinnulífinu í fyrra. Sem fyrr eru verkefni íslenskra vinnustaða fjölbreytt og margslungin en á sunnudögum í janúar munum við rifja upp ýmislegt sem við fjölluðum um í fyrra. Vísir/Vilhelm Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp verkefnin og viðtöl úr Atvinnulífinu í fyrra. Við byrjum á því að rifja upp alls kyns verkefni úr vinnunni okkar. Til dæmis stefnumótun en eitt af því sem kom fram í viðtali við Guðrúnu Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra og einn eigenda Strategíu, er að of algengt er að fyrirtæki ráðist í stefnumótunarvinnu með starfsfólki, en innleiðingunni stefnunnar sé síðan ekki fylgt nægilega eftir. Sumum fyrirtækjum hefur tekist vel að innleiða breytingar og hjá Skeljungi er til dæmis stuðst við aðferðarfræðina EOS, sem Þórður Guðjónsson forstjóri segir halda fólki við efnið alla daga. „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera. Því í hverri einustu viku, mánuð eftir mánuð, heldur EOS þér við efnið og tryggir að það sé verið að starfa í samræmi við gildi fyrirtækisins og langtíma- og skammtíma markmið þess.“ Sem fyrr fjallar Atvinnulífið reglulega um nýsköpun og í viðtali við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, yfirmanni hjá Transition Labs, líkir Margrét stöðunni við boðhlaup. „Stjórnvöld halda enn á keflinu og hafa gert það lengi. Einkageirinn er í startholunum, og margir jafnvel lagðir af stað, en veit eiginlega ekki hvernig brautin liggur eða hvar og hvort þeim er ætlað að taka við keflinu.“ Að sjálfsögðu er okkur alltaf hugleikið hvernig fólk getur unnið að því að ná enn betri árangri og í tilefni Markþjálfunardagsins 2023, fengum við nokkra innsýn í það hverju markþjálfun getur skilað okkur. Jón Magnús Kristjánsson læknir telur til dæmis að markþjálfun gæti verið eflandi fyrir heilbrigðiskerfið og lýðheilsu. „Besti árangurinn næst nefnilega oft þegar sjúklingur tekur ábyrgð á sinni heilsu og meðferð sjálfur og samtalstækni markþjálfunarinnar er líkleg til að leiða samtalið þangað.“ Í umfjöllun um auglýsinga- og markaðsmál fengum við meðal annars að heyra um hversu viðkvæm áskorun það getur verið að fræða um kynferðislega áreitni á vinnustöðum, sem enn er mjög algeng. Starfsfólk Hvíta hússins vann að eftirminnilegri herferð um málefnið fyrir VIRK sem virkaði húmorísk en var í raun grafalvarleg og hnitmiðuð. „Afstaðan er sem betur fer alltaf meira og meira tekin með þolendum en á sama tíma vill enginn kannast við sjálfan sig sem gerendur. Sem er jafn skiljanlegt,“ sagði Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins. Við rýndum líka í vinskap í vinnunni en rannsóknir hafa sýnt að það að eiga vini í vinnunni skiptir miklu máli. Erla Björnsdóttir mannauðsstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og Kristjana Kristjánsdóttir mannauðsráðgjafi segjast hafa fundið sálufélaga í hvor annarri og í dag eru eiginmennirnir þeirra líka orðnir góðir félagar. Árið 2023 fjallaði Atvinnulífið líka um þá fyrirséðu staðreynd að til Íslands þarf að laða fleira erlent starfsfólk. Hins vegar sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi að fyrirtæki leita oft langt yfir skammt þegar kemur að ráðningum því að algengt er að fólk erlendis frá fái ekki tækifæri til starfa þegar þau eru auglýst. Það felst í því aðlögun fyrir alla þegar starfsmannahópar verða fjölbreyttari og fleiri bætast í hópinn sem koma frá öðrum samfélögum. Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, hvetur fólk til að slá af allri feimni við samstarfsfélaga sem koma erlendis frá og einfaldlega spyrja hreint út hvað henti best. Þá vakti það mikla athygli þegar Atvinnulífið tók fyrir umfjöllun um breytta opnunartíma verslana, meðal annars til að auka á jafnvægi heimilis og vinnu. „Við sem störfum hér erum flest með börn. Við hjónin eigum sjálf tvö börn sem eru sex og níu ára. Að loka klukkan fimm á daginn í staðinn fyrir klukkan sex er ekki samanburðarhæft. Áður var það til dæmis borin von að ég eldaði kvöldmat heima. Því þegar að ég lokaði klukkan sex, gerði upp kassann og keyrði heim, var klukkan orðin um korter í sjö þegar ég var komin þangað og hreinlega of seint að byrja að elda kvöldmat,“ segir Úlfar Finsen eigandi Modern meðal annars um breytinguna. Að sjálfsögðu er Atvinnulífið líka á vaktinni hvað varðar umræðu um þriðju vaktina. „Þriðja vaktin heldur til dæmis utan um öll samskipti við skólana, panta tíma hjá lækni, kaupa jólagjafir og svo framvegis. Ég myndi því alltaf segja að fyrsta skrefið varðandi þriðju vaktina sé að viðurkenna hana sem aukaálag,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. Atvinnulífið fylgist líka með því sem er að gerast erlendis, til dæmis hvernig stórfyrirtæki reyna að sporna við tómum húsnæðum í miðborginni, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika víðast hvar. Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt býr í Washington DC í Bandaríkjunum og sagði okkur meðal annars frá þeim verkefnum sem hún er að vinna að þessu tengt. Þá leituðum við til sérfræðinga til að átta okkur á því hver er munurinn á einelti og andlegu ofbeldi á vinnustöðum, en oft eru mörkin þarna á milli óljós segir Helga Lára Haarde, ráðgjafi hjá Attentus. „Hótanir geta verið hluti af andlegu ofbeldi, hunsun sem birtist kannski í því að viðkomandi starfsmanni er ekki svarað þegar hann talar og eflaust má gera ráð fyrir að margt sé keimlíkt með andlegu ofbeldi á vinnustöðum og heimilisofbeldi þótt orðin sem við notum til að lýsa því séu stundum önnur.“ Tæknimálin eru líka rýnd og þá helst gervigreindin síumtalaða. Sem Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia mælir með að fólki horfi til með jákvæðu hugarfari frekar en af ótta, því að margt jákvætt geti leitt af þeirri þróun sem gervigreindinni muni fylgja. Til dæmis: Skapa fleiri skemmtilegri störf og þar með meiri starfsánægju Að sinna enn betur verkefnum sem krefjast mikillar nákvæmni og lágmarka mistök Að spara mikinn tíma sem hægt er að nýta í annað, og þar með kostnað Svigrúm skapast til að einbeita okkur betur að því að vera mannlegri á öðrum sviðum Sem fyrr leggur Atvinnulífið áherslu á vellíðan og hamingju starfsfólks á vinnustað og í tilefni alþjóðlegu hamingjuvikunnar í september, fengum við að heyra hvað AÞ Þrif gerði með sínum 270 starfsmönnum. „Við ákváðum að fara bara all in eins og maður segir. Meira að segja starfsmannafélagið líka. Því vikan endar á gleði sem þau standa fyrir, keila og alls konar,“ sagði Dagbjört Una Helgadóttir mannauðsstjóri. Kynslóðaskipti eru fyrirséð á mörgum vinnustöðum næstu mánuði og misseri þar sem rannsóknir sýna að það verður Z kynslóðin sem mun breyta hlutunum hvað mest, þegar hún kemst í ríkjandi stjórnunarstöður. Við rýndum meðal annars í niðurstöður rannsóknar um muninn á þeim fjórum kynslóðum sem nú eru saman á vinnumarkaði. Jafnréttismálin eru rædd reglulega í Atvinnulífinu og þar er ekki síst áhugavert að heyra hvað ýmsar sterkar leiðtogakonur hafa að segja um málin. Þá fjallar Atvinnulífið reglulega um sjálfbærni og hringrásarhagkerfið en sífellt fleiri nefna að þau fyrirtæki sem ekki verði sjálfbær innan skamms, einfaldlega hellist úr lestinni eða að Íslendingar verði að draga úr ofneyslu sinni. Atvinnulífið á Vísi þakkar lesendum fyrir frábærar viðtökur á liðnu ári. Vinnumarkaður Stjórnun Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Trendin 2024: Gervigreindin hræðir, uppsagnir áfram og mannlegi þátturinn mikilvægastur Eitt það skemmtilega við áramótin er hvernig við eins og ósjálfrátt veltum fyrir okkur við hverju má búast á nýju ári. Eða setjum okkur markmið um hvað við ætlum okkur. 4. janúar 2024 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Til dæmis stefnumótun en eitt af því sem kom fram í viðtali við Guðrúnu Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra og einn eigenda Strategíu, er að of algengt er að fyrirtæki ráðist í stefnumótunarvinnu með starfsfólki, en innleiðingunni stefnunnar sé síðan ekki fylgt nægilega eftir. Sumum fyrirtækjum hefur tekist vel að innleiða breytingar og hjá Skeljungi er til dæmis stuðst við aðferðarfræðina EOS, sem Þórður Guðjónsson forstjóri segir halda fólki við efnið alla daga. „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera. Því í hverri einustu viku, mánuð eftir mánuð, heldur EOS þér við efnið og tryggir að það sé verið að starfa í samræmi við gildi fyrirtækisins og langtíma- og skammtíma markmið þess.“ Sem fyrr fjallar Atvinnulífið reglulega um nýsköpun og í viðtali við Margréti Ormslev Ásgeirsdóttur, yfirmanni hjá Transition Labs, líkir Margrét stöðunni við boðhlaup. „Stjórnvöld halda enn á keflinu og hafa gert það lengi. Einkageirinn er í startholunum, og margir jafnvel lagðir af stað, en veit eiginlega ekki hvernig brautin liggur eða hvar og hvort þeim er ætlað að taka við keflinu.“ Að sjálfsögðu er okkur alltaf hugleikið hvernig fólk getur unnið að því að ná enn betri árangri og í tilefni Markþjálfunardagsins 2023, fengum við nokkra innsýn í það hverju markþjálfun getur skilað okkur. Jón Magnús Kristjánsson læknir telur til dæmis að markþjálfun gæti verið eflandi fyrir heilbrigðiskerfið og lýðheilsu. „Besti árangurinn næst nefnilega oft þegar sjúklingur tekur ábyrgð á sinni heilsu og meðferð sjálfur og samtalstækni markþjálfunarinnar er líkleg til að leiða samtalið þangað.“ Í umfjöllun um auglýsinga- og markaðsmál fengum við meðal annars að heyra um hversu viðkvæm áskorun það getur verið að fræða um kynferðislega áreitni á vinnustöðum, sem enn er mjög algeng. Starfsfólk Hvíta hússins vann að eftirminnilegri herferð um málefnið fyrir VIRK sem virkaði húmorísk en var í raun grafalvarleg og hnitmiðuð. „Afstaðan er sem betur fer alltaf meira og meira tekin með þolendum en á sama tíma vill enginn kannast við sjálfan sig sem gerendur. Sem er jafn skiljanlegt,“ sagði Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins. Við rýndum líka í vinskap í vinnunni en rannsóknir hafa sýnt að það að eiga vini í vinnunni skiptir miklu máli. Erla Björnsdóttir mannauðsstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og Kristjana Kristjánsdóttir mannauðsráðgjafi segjast hafa fundið sálufélaga í hvor annarri og í dag eru eiginmennirnir þeirra líka orðnir góðir félagar. Árið 2023 fjallaði Atvinnulífið líka um þá fyrirséðu staðreynd að til Íslands þarf að laða fleira erlent starfsfólk. Hins vegar sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi að fyrirtæki leita oft langt yfir skammt þegar kemur að ráðningum því að algengt er að fólk erlendis frá fái ekki tækifæri til starfa þegar þau eru auglýst. Það felst í því aðlögun fyrir alla þegar starfsmannahópar verða fjölbreyttari og fleiri bætast í hópinn sem koma frá öðrum samfélögum. Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, hvetur fólk til að slá af allri feimni við samstarfsfélaga sem koma erlendis frá og einfaldlega spyrja hreint út hvað henti best. Þá vakti það mikla athygli þegar Atvinnulífið tók fyrir umfjöllun um breytta opnunartíma verslana, meðal annars til að auka á jafnvægi heimilis og vinnu. „Við sem störfum hér erum flest með börn. Við hjónin eigum sjálf tvö börn sem eru sex og níu ára. Að loka klukkan fimm á daginn í staðinn fyrir klukkan sex er ekki samanburðarhæft. Áður var það til dæmis borin von að ég eldaði kvöldmat heima. Því þegar að ég lokaði klukkan sex, gerði upp kassann og keyrði heim, var klukkan orðin um korter í sjö þegar ég var komin þangað og hreinlega of seint að byrja að elda kvöldmat,“ segir Úlfar Finsen eigandi Modern meðal annars um breytinguna. Að sjálfsögðu er Atvinnulífið líka á vaktinni hvað varðar umræðu um þriðju vaktina. „Þriðja vaktin heldur til dæmis utan um öll samskipti við skólana, panta tíma hjá lækni, kaupa jólagjafir og svo framvegis. Ég myndi því alltaf segja að fyrsta skrefið varðandi þriðju vaktina sé að viðurkenna hana sem aukaálag,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. Atvinnulífið fylgist líka með því sem er að gerast erlendis, til dæmis hvernig stórfyrirtæki reyna að sporna við tómum húsnæðum í miðborginni, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika víðast hvar. Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt býr í Washington DC í Bandaríkjunum og sagði okkur meðal annars frá þeim verkefnum sem hún er að vinna að þessu tengt. Þá leituðum við til sérfræðinga til að átta okkur á því hver er munurinn á einelti og andlegu ofbeldi á vinnustöðum, en oft eru mörkin þarna á milli óljós segir Helga Lára Haarde, ráðgjafi hjá Attentus. „Hótanir geta verið hluti af andlegu ofbeldi, hunsun sem birtist kannski í því að viðkomandi starfsmanni er ekki svarað þegar hann talar og eflaust má gera ráð fyrir að margt sé keimlíkt með andlegu ofbeldi á vinnustöðum og heimilisofbeldi þótt orðin sem við notum til að lýsa því séu stundum önnur.“ Tæknimálin eru líka rýnd og þá helst gervigreindin síumtalaða. Sem Gyða Kristjánsdóttir vörustjóri stafrænnar þróunar hjá Isavia mælir með að fólki horfi til með jákvæðu hugarfari frekar en af ótta, því að margt jákvætt geti leitt af þeirri þróun sem gervigreindinni muni fylgja. Til dæmis: Skapa fleiri skemmtilegri störf og þar með meiri starfsánægju Að sinna enn betur verkefnum sem krefjast mikillar nákvæmni og lágmarka mistök Að spara mikinn tíma sem hægt er að nýta í annað, og þar með kostnað Svigrúm skapast til að einbeita okkur betur að því að vera mannlegri á öðrum sviðum Sem fyrr leggur Atvinnulífið áherslu á vellíðan og hamingju starfsfólks á vinnustað og í tilefni alþjóðlegu hamingjuvikunnar í september, fengum við að heyra hvað AÞ Þrif gerði með sínum 270 starfsmönnum. „Við ákváðum að fara bara all in eins og maður segir. Meira að segja starfsmannafélagið líka. Því vikan endar á gleði sem þau standa fyrir, keila og alls konar,“ sagði Dagbjört Una Helgadóttir mannauðsstjóri. Kynslóðaskipti eru fyrirséð á mörgum vinnustöðum næstu mánuði og misseri þar sem rannsóknir sýna að það verður Z kynslóðin sem mun breyta hlutunum hvað mest, þegar hún kemst í ríkjandi stjórnunarstöður. Við rýndum meðal annars í niðurstöður rannsóknar um muninn á þeim fjórum kynslóðum sem nú eru saman á vinnumarkaði. Jafnréttismálin eru rædd reglulega í Atvinnulífinu og þar er ekki síst áhugavert að heyra hvað ýmsar sterkar leiðtogakonur hafa að segja um málin. Þá fjallar Atvinnulífið reglulega um sjálfbærni og hringrásarhagkerfið en sífellt fleiri nefna að þau fyrirtæki sem ekki verði sjálfbær innan skamms, einfaldlega hellist úr lestinni eða að Íslendingar verði að draga úr ofneyslu sinni. Atvinnulífið á Vísi þakkar lesendum fyrir frábærar viðtökur á liðnu ári.
Vinnumarkaður Stjórnun Fréttir ársins 2023 Tengdar fréttir Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00 Trendin 2024: Gervigreindin hræðir, uppsagnir áfram og mannlegi þátturinn mikilvægastur Eitt það skemmtilega við áramótin er hvernig við eins og ósjálfrátt veltum fyrir okkur við hverju má búast á nýju ári. Eða setjum okkur markmið um hvað við ætlum okkur. 4. janúar 2024 07:01 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Kaffispjallið 2023: A týpur, B týpur, rómantík og alls kyns uppljóstranir Það eru alls kyns leyndarmál og skrýtnar venjur sem opinberast í kaffispjallinu á Vísi á laugardögum. Þegar að við fáum að kynnast fólki aðeins betur en eingöngu sem talsmenn vinnunnar sinnar. Því lífiði er jú meira en bara vinna. 30. desember 2023 10:00
Trendin 2024: Gervigreindin hræðir, uppsagnir áfram og mannlegi þátturinn mikilvægastur Eitt það skemmtilega við áramótin er hvernig við eins og ósjálfrátt veltum fyrir okkur við hverju má búast á nýju ári. Eða setjum okkur markmið um hvað við ætlum okkur. 4. janúar 2024 07:01