Er barnið þitt eða náinn aðstandandi að deyja vegna fálætis? Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Veikindi fara ekki í manngreinarálit, það ættum við ekki heldur að gera. Er manneskja með fíknisjúkdóm minna virði en manneskja með krabbamein? Myndir þú setja manneskju með krabbamein á lista og biðja hana að hringja á hverjum degi til að ítreka að hún vilji/þurfi að komast í meðferð? Meðferð sem gæti bjargað lífi hennar og væri hennar eina von. Fólk með fíknisjúkdóm eru ekkert öðruvísi en aðrir langveikir sjúklingar, með sjúkdóm sem getur tekið sig upp aftur og aftur hvenær sem er. Ef fólk greinist með krabbamein í annað eða þriðja skipti er það ekki sett neðst á listann og gert að bíða lengur eftir meðferð. Sonur minn á alveg sama rétt á umönnun, virðingu og von og aðrir sjúklingar, hann á sínar sorgir og áföll og kerfið hefur brugðist honum allt of oft. Kannski væri hann tölvuforritari, listamaður eða iðnaðarmaður, nyti virðingar og ætti fjölskyldu, ef kerfið hefði gripið hann þegar hann lenti í áfalli á unglingsárum. Í staðinn býr hann á „skýlinu“ óstaðsettur í húsi, hefur lítil sem engin tengsl við dóttur sína, hefur ekki lokið neinu námi flosnaði upp úr skóla eftir að skólastjóri meinaði honum að taka samræmdu prófin í 10 bekk. Fötin hans eru ekki skítug eftir heiðarlega erfiðisvinnu heldur af því hann hefur þurft að sofa í bílakjallara, ruslageymslu eða yfirgefnu húsi, því hann hefur verið í banni á skýlinu, já þau fá stundum á sig bann á skýlinu og þurfa þá að finna sér annan svefnstað í hvernig veðri sem er, þá þýðir ekki að vera vandfýsinn. Hann er núna um 50 kíló og stendur varla í lappirnar, þessi stæðilegi ungi maður ætti að vera um 120 kíló þéttur á velli og kraftalegur. Hann lendir stundum í fangelsi, það köllum við aðstandendur að fara í frí, þau eru í öruggu næturskjóli og fá mat og læknisþjónustu, nema það skortir sálfræði- og félagsráðgjafa þjónustu. Þar kemur hann vel fyrir, tekur að sér að halda ganginum snyrtilegum og sér um matarklúbbinn, þeir leggja í púkk og elda saman það er ódýrara, þar er hann góður elda mat og baka, jafnvel fangaverðirnir koma að smakka, hann tekur alveg að sér þriðju vaktina, sér um innkaup og þrif, og er alltaf edrú þegar hann situr inni. Hann lenti upp á spítala í haust nær dauða en lífi, þar var hann í mánuð, þegar hans meðferð lauk varð hann að fara af spítalanum, honum var keyrt í hjólastól að dyrunum og sagt að fara, fara á skýlið, götuna hann gat varla labbað fóturinn á honum var tvöfaldur og með slæm sár á honum sem gat komið sýking í, og hann var útskrifaður úr skýlinu…… Það er ekkert sem grípur þau. En byrjum á því að breyta því sem við getum breytt. Mætum fólki með fíknisjúkdóm af virðingu. Ímyndað ykkur hvað þau eru búinn að upplifa og sjá, þurft að stela, selja sig, horfa upp á vini sýna deyja, lent í fangelsi eða upp á bráðamóttöku, vita ekki hvar þau sofa næstu nótt eða hvort þau fái að borða, verið hent út í hvaða veðrum sem er sama þó þau séu illa klædd og veik. Þau þurfa ekki meira af lítilsvirðingu og fálæti. Okkur vantar úrræði, langtíma úrræði, stað sem þeim er hjálpað að ná tökum á fíkninni og hjálpa þeim út í lífið aftur, stað sem lætur þeim líður eins og fólki og komið fram við þau af virðingu, meðferð sem veitir þeim reisn og löngun og getu til að takast á við lífið. Eitthvað sem grípur þau þegar þau þurfa/vilja hjálp. Ekki langan biðlista, Dauðalistann, því fólk er að deyja meðan það bíður á þessum lista. Ég vill ekki að sonur minn verði rós á tröppum Alþingishússins í næstu mótmælum. Hans líf skiptir máli... Höfundur er aðstandandi og baráttukona um betra líf fyrir fíknisjúka.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun